Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 11:45 Nokkrir drengjanna úr fótboltaliðinu, sem heitir Wild Boars, á blaðamannafundinum í gær. vísir/ap Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. Því hafi ein fyrsta spurningin sem þeir spurðu bresku kafarana sem fundu þá hvað þeir hefðu verið lengi í hellinum. Strákarnir lýsa björguninni úr hellinum sem kraftaverki en sjálfir reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum þar sem þeim fannst þeir ekki geta bara beðið eftir því að yfirvöld kæmu þeim til bjargar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær en þar svöruðu strákarnir og þjálfarinn spurningum fjölmiðla í fyrsta sinn.Ætluðu að vera í hellinum í um klukkustund Við upphaf blaðamannafundarins var spilað myndband þar sem fótboltastrákarnir sjást gráta á meðan þeir þakka heilbrigðisstarfsfólkinu sem hafði annast þá í um viku eftir að þeim var bjargað. „Allir voru svo áhyggjufullir. Ég er orðlaus,“ sagði hinn 14 ára gamli Adul Sam-on í myndbandinu. Ekaphol, þjálfari drengjanna, sagði að þeir hefðu ákveðið að fara í hellinn þann 23. júní þar sem enginn þeirra hafði komið þangað áður. Þeir hjóluðu að hellinum eftir fótboltaæfingu og ætluðu að vera inni í um klukkustund en þegar þeir reyndu að komast til baka tóku þeir eftir að vatnsyfirborðið var farið að hækka.Reyndi að hugsa ekki um mat til að verða ekki svengri Ekaphol sagði að næstum allir drengirnir kynnu að synda en sumir þeirra væru ekki sérstaklega góðir sundmenn. Þá áttaði þjálfarinn sig á því að eftir því sem myrkrið í hellinum varð meira þá yrði erfiðara fyrir liðið að komast út. Hann ákvað þess vegna að fara með strákana lengra inn í hellinn þar sem þeir hugðust dvelja um nóttina og vonaði að vatnsyfirborðið myndi lækka. Enginn matur var í hellinum og þá var ekki hægt að hafa nein samskipti við umheiminn þaðan. Hvorki drengirnir né þjálfarinn gátu því látið vita af sér. Strákarnir lýstu því hvernig þeir urðu meira og meira veikburða eftir því sem dagarnir liðu án matar. Þeir gátu þó drukkið vatn sem draup úr veggjum hellsins. „Við vorum í lagi fyrsta daginn en eftir tvo daga vorum við orðnir þreyttir,“ sagði Pornchai Kamluan, 16 ára. Yngsti meðlimur liðsins, hinn 11 ára gamli Chanin Wiboonrungrueng, sagðist hafa verið máttlaus. „Ég reyndi að hugsa ekki um mat svo að ég yrði ekki svengri,“ sagði hann. Aðstæður við björgun drengjanna voru afar erfiðar meðal annars vegna mikils myrkurs og vatns í hellakerfinu.vísir/apVarð hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku Það voru breskir kafarar sem fundu hópinn í hellinum eftir 10 daga leit. Margir höfðu þá gefið upp alla von um að þeir myndu einhvern tímann finnast. Adul, 14 ára gamall, er sá eini úr hópnum sem talar ensku. Hann segir það hafa verið kraftaverkastund þegar hann heyrði í bresku köfurunum tveimur. „Við vorum að grafa upp steina og við heyrðum raddir. Við vorum ekki vissir um að þetta væri raunverulegt svo við stoppuðum og hlustuðum, og þetta reyndist satt. Ég var í sjokki,“ sagði Adul. Þá kvaðst hann hafa orðið hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku. Hann sagði að kafararnir hafi spurt hvernig þeir hefðu það. Adul svaraði að þeir hefðu það fínt og sagði að þeir væru allir öruggir. Ein af fyrstu spurningunum sem drengirnir spurðu kafarana að var hversu marga daga þeir hefðu verið í hellinum. „Heilastarfsemi okkar var orðin mjög hæg og við höfðum gleymt öllu um stærðfræði,“ sagði Adul.Strákarnir sjást hér á spítalanum sem þeir dvöldu á í um viku eftir að þeim var bjargað úr hellinum í síðustu viku.vísir/apÁkváðu sjálfir í hvaða röð þeim yrði bjargað út Á fundinum kom einnig fram að lokaákvörðunin um hver drengjanna færi fyrstur út úr hellinum þegar björgunaraðgerðir hófust hafi ekki byggst á því hver væri hraustastur heldur ákváðu strákarnir röðina sjálfir. Röðin byggðist á því hver bjó lengst í burtu frá hellinum og þyrfti því að hjóla lengstu leiðina heim. Drengirnir sögðu jafnframt frá því að þeir hefðu flestir ekki sagt foreldrum sínum frá því hvert þeir væru að fara eftir fótboltaæfingu. Sögðust þeir vera fullir eftirsjár vegna þess sem foreldrar þeirra þurftu að ganga í gegnum. Strákarnir fóru heim til foreldra sinna í gær. Ráðlögðu læknar fjölskyldum þeirra að drengirnir myndu ekki eiga í meiri samskiptum við fjölmiðla að minnsta kosti næsta mánuðinn eða svo. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Wild Boars boðið á Gothia Cup Mótshaldarar stærsta knattspyrnumóts unglinga í heimi hafa ákveðið að bjóða taílensku fótboltastrákunum að taka þátt á næsta ári, án endurgjalds. 15. júlí 2018 13:23 Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. Því hafi ein fyrsta spurningin sem þeir spurðu bresku kafarana sem fundu þá hvað þeir hefðu verið lengi í hellinum. Strákarnir lýsa björguninni úr hellinum sem kraftaverki en sjálfir reyndu þeir að grafa sig út úr hellinum þar sem þeim fannst þeir ekki geta bara beðið eftir því að yfirvöld kæmu þeim til bjargar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær en þar svöruðu strákarnir og þjálfarinn spurningum fjölmiðla í fyrsta sinn.Ætluðu að vera í hellinum í um klukkustund Við upphaf blaðamannafundarins var spilað myndband þar sem fótboltastrákarnir sjást gráta á meðan þeir þakka heilbrigðisstarfsfólkinu sem hafði annast þá í um viku eftir að þeim var bjargað. „Allir voru svo áhyggjufullir. Ég er orðlaus,“ sagði hinn 14 ára gamli Adul Sam-on í myndbandinu. Ekaphol, þjálfari drengjanna, sagði að þeir hefðu ákveðið að fara í hellinn þann 23. júní þar sem enginn þeirra hafði komið þangað áður. Þeir hjóluðu að hellinum eftir fótboltaæfingu og ætluðu að vera inni í um klukkustund en þegar þeir reyndu að komast til baka tóku þeir eftir að vatnsyfirborðið var farið að hækka.Reyndi að hugsa ekki um mat til að verða ekki svengri Ekaphol sagði að næstum allir drengirnir kynnu að synda en sumir þeirra væru ekki sérstaklega góðir sundmenn. Þá áttaði þjálfarinn sig á því að eftir því sem myrkrið í hellinum varð meira þá yrði erfiðara fyrir liðið að komast út. Hann ákvað þess vegna að fara með strákana lengra inn í hellinn þar sem þeir hugðust dvelja um nóttina og vonaði að vatnsyfirborðið myndi lækka. Enginn matur var í hellinum og þá var ekki hægt að hafa nein samskipti við umheiminn þaðan. Hvorki drengirnir né þjálfarinn gátu því látið vita af sér. Strákarnir lýstu því hvernig þeir urðu meira og meira veikburða eftir því sem dagarnir liðu án matar. Þeir gátu þó drukkið vatn sem draup úr veggjum hellsins. „Við vorum í lagi fyrsta daginn en eftir tvo daga vorum við orðnir þreyttir,“ sagði Pornchai Kamluan, 16 ára. Yngsti meðlimur liðsins, hinn 11 ára gamli Chanin Wiboonrungrueng, sagðist hafa verið máttlaus. „Ég reyndi að hugsa ekki um mat svo að ég yrði ekki svengri,“ sagði hann. Aðstæður við björgun drengjanna voru afar erfiðar meðal annars vegna mikils myrkurs og vatns í hellakerfinu.vísir/apVarð hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku Það voru breskir kafarar sem fundu hópinn í hellinum eftir 10 daga leit. Margir höfðu þá gefið upp alla von um að þeir myndu einhvern tímann finnast. Adul, 14 ára gamall, er sá eini úr hópnum sem talar ensku. Hann segir það hafa verið kraftaverkastund þegar hann heyrði í bresku köfurunum tveimur. „Við vorum að grafa upp steina og við heyrðum raddir. Við vorum ekki vissir um að þetta væri raunverulegt svo við stoppuðum og hlustuðum, og þetta reyndist satt. Ég var í sjokki,“ sagði Adul. Þá kvaðst hann hafa orðið hissa þegar hann heyrði kafarana tala ensku en ekki taílensku. Hann sagði að kafararnir hafi spurt hvernig þeir hefðu það. Adul svaraði að þeir hefðu það fínt og sagði að þeir væru allir öruggir. Ein af fyrstu spurningunum sem drengirnir spurðu kafarana að var hversu marga daga þeir hefðu verið í hellinum. „Heilastarfsemi okkar var orðin mjög hæg og við höfðum gleymt öllu um stærðfræði,“ sagði Adul.Strákarnir sjást hér á spítalanum sem þeir dvöldu á í um viku eftir að þeim var bjargað úr hellinum í síðustu viku.vísir/apÁkváðu sjálfir í hvaða röð þeim yrði bjargað út Á fundinum kom einnig fram að lokaákvörðunin um hver drengjanna færi fyrstur út úr hellinum þegar björgunaraðgerðir hófust hafi ekki byggst á því hver væri hraustastur heldur ákváðu strákarnir röðina sjálfir. Röðin byggðist á því hver bjó lengst í burtu frá hellinum og þyrfti því að hjóla lengstu leiðina heim. Drengirnir sögðu jafnframt frá því að þeir hefðu flestir ekki sagt foreldrum sínum frá því hvert þeir væru að fara eftir fótboltaæfingu. Sögðust þeir vera fullir eftirsjár vegna þess sem foreldrar þeirra þurftu að ganga í gegnum. Strákarnir fóru heim til foreldra sinna í gær. Ráðlögðu læknar fjölskyldum þeirra að drengirnir myndu ekki eiga í meiri samskiptum við fjölmiðla að minnsta kosti næsta mánuðinn eða svo.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Wild Boars boðið á Gothia Cup Mótshaldarar stærsta knattspyrnumóts unglinga í heimi hafa ákveðið að bjóða taílensku fótboltastrákunum að taka þátt á næsta ári, án endurgjalds. 15. júlí 2018 13:23 Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Wild Boars boðið á Gothia Cup Mótshaldarar stærsta knattspyrnumóts unglinga í heimi hafa ákveðið að bjóða taílensku fótboltastrákunum að taka þátt á næsta ári, án endurgjalds. 15. júlí 2018 13:23
Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent