Frosin stjórnsýsla Andrés Magnússon skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fyrir sjö árum sendu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem samtökin tóku af skarið og kvörtuðu undan innleiðingu hérlendra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Var þannig í pottinn búið, og er enn, að íslenska ríkið hefur sett höft á innflutning á fersku kjöti og skal allt slíkt kjöt fryst áður en það kemur inn á borð íslenskra neytenda. Sem afleiðing þessa er íslenskum neytendum gert að velja á milli innlendrar framleiðslu, ferskrar eða frosinnar, og þídds erlends kjöts. Er óumdeilt að slík samkeppni er verulega einsleit og vali neytenda gefið langt nef enda felur frystiskylda á kjöti í sér verulega eftirgjöf á gæðum. Á síðastliðnu ári kvað EFTA-dómstóllinn upp hinn rökrétta dóm að hérlend frystiskylda fæli í sér ótvírætt brot gegn EES-skuldbindingum íslenska ríkisins. Var dómurinn í fullu samræmi við röksemdir SVÞ í kvörtun sinni til ESA. Þrátt fyrir veruleg fjárútlát í vörn sinni tókst íslenska ríkinu ekki að sýna fram á nein rök fyrir umræddum innflutningshöftum. Á góðri og kjarnyrti íslensku kallaðist þessi sneypuför stjórnvalda fyrir dómstólnum heimaskítsmát hvað varðar grundvöll fyrir þessum höftum á starfsumhverfi verslana og valfrelsi neytenda. Þrátt fyrir ljúf loforð stjórnvalda gagnvart ESA um að bæta úr þessum ágöllum og aflétta umræddum höftum hafa stjórnvöld enn ekki gripið til slíkra aðgerða átta mánuðum frá því að dómur féll í málinu. Í átta mánuði hafa stjórnvöld verið meðvituð um eigin sök án þess að hafa sýnt vilja í verki til að bæta hér úr. Er svo komið að ekki eingöngu þolinmæði neytenda og verslana er á þrotum heldur einnig þolinmæði ESA. Hefur stofnunin nú gefið stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember á síðasta ári. Nú dugar ekkert fyrir hérlend stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus og krossleggja fingur um að þetta reddist heldur þarf að bretta upp ermar og ráðast í þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skyldur ríkisins. Sofandaháttur stjórnvalda í þessu máli má ekki viðgangast mikið lengur og er það skýr krafa verslunar og neytenda að stjórnvöld virði þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist, hvort sem það eru samningar eða dómar.Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fyrir sjö árum sendu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem samtökin tóku af skarið og kvörtuðu undan innleiðingu hérlendra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. Var þannig í pottinn búið, og er enn, að íslenska ríkið hefur sett höft á innflutning á fersku kjöti og skal allt slíkt kjöt fryst áður en það kemur inn á borð íslenskra neytenda. Sem afleiðing þessa er íslenskum neytendum gert að velja á milli innlendrar framleiðslu, ferskrar eða frosinnar, og þídds erlends kjöts. Er óumdeilt að slík samkeppni er verulega einsleit og vali neytenda gefið langt nef enda felur frystiskylda á kjöti í sér verulega eftirgjöf á gæðum. Á síðastliðnu ári kvað EFTA-dómstóllinn upp hinn rökrétta dóm að hérlend frystiskylda fæli í sér ótvírætt brot gegn EES-skuldbindingum íslenska ríkisins. Var dómurinn í fullu samræmi við röksemdir SVÞ í kvörtun sinni til ESA. Þrátt fyrir veruleg fjárútlát í vörn sinni tókst íslenska ríkinu ekki að sýna fram á nein rök fyrir umræddum innflutningshöftum. Á góðri og kjarnyrti íslensku kallaðist þessi sneypuför stjórnvalda fyrir dómstólnum heimaskítsmát hvað varðar grundvöll fyrir þessum höftum á starfsumhverfi verslana og valfrelsi neytenda. Þrátt fyrir ljúf loforð stjórnvalda gagnvart ESA um að bæta úr þessum ágöllum og aflétta umræddum höftum hafa stjórnvöld enn ekki gripið til slíkra aðgerða átta mánuðum frá því að dómur féll í málinu. Í átta mánuði hafa stjórnvöld verið meðvituð um eigin sök án þess að hafa sýnt vilja í verki til að bæta hér úr. Er svo komið að ekki eingöngu þolinmæði neytenda og verslana er á þrotum heldur einnig þolinmæði ESA. Hefur stofnunin nú gefið stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember á síðasta ári. Nú dugar ekkert fyrir hérlend stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus og krossleggja fingur um að þetta reddist heldur þarf að bretta upp ermar og ráðast í þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skyldur ríkisins. Sofandaháttur stjórnvalda í þessu máli má ekki viðgangast mikið lengur og er það skýr krafa verslunar og neytenda að stjórnvöld virði þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur undirgengist, hvort sem það eru samningar eða dómar.Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun