Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2018 19:45 Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08