Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:08 Frá tröppum þinghússins við Austurvöll í gær eftir mótmæli sem boðað var til vegna stöðunnar í ljósmæðradeilunni. fréttablaðið/anton brink Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23