Hann sagðist ekki sjá neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa haft afskipti af kosningunum.
Trump las upp yfirlýsingu fyrir fjölmiðla nú fyrir skömmu þar sem hann sagðist hafa mismælt sig í gær. Hann hefði ætlað að segja að hann sæi ekki neina ástæðu fyrir því af hverju Rússar ættu „ekki“ að hafa haft afskipti af kosningunum.
Vert er að taka fram að skömmu eftir blaðamannafundinn í gær var Trump í viðtali á Fox News þar sem hann sagði ekkert um að hann hefði mismælt sig.
Í yfirlýsingu Trump sagði hann: „Ég trúi þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags okkar að afskipti Rússa hafi átt sér stað í kosningunum 2016. Gætu verið aðrir einnig. Það er mikið af fólki þarna úti.“
Þá þvertók Trump enn og aftur fyrir að framboð hans hefði átt í nokkru samstarfi með Rússum.
Ummæli Trump á blaðamannafundinum í gær hafa valdið miklum usla í Bandaríkjunum frá stjórnmálamönnum beggja flokka landsins, fjölmiðla, embættismanna og annarra.
"In a key sentence in my remarks I said the word 'would' instead of 'wouldn't.' The sentence should have been, 'I don't see any reason why I wouldn't or why it wouldn't be Russia,'" President Trump says https://t.co/ZU0DDFnp0P pic.twitter.com/8FfCRAsCXQ
— CBS News (@CBSNews) July 17, 2018