Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 19:00 Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira