Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2018 19:30 Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04