Zinedine Zidane með risatilboð í höndunum: 25 milljarðar fyrir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 10:30 Zinedine Zidane og Luka Modric með bikarinn með stóru eyrun. Real Madrid vann Meistaradeildina öll ár Zidane með liðið. Vísir/Getty Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira