Dönsk stjórnvöld vilja tvöfalda upphæð þeirrar sektar sem verslunareigendum er gert að greiða þegar þeir hafa gerst sekir um að selja unglingum yngri en 18 ára sígarettur.
Framvegis á sektin að hljóða upp á 10 þúsund danskar krónur, eða tæpar 170 þúsund íslenskar krónur, í fyrsta sinn þegar menn verða uppvísir að því að selja unglingum sígarettur.
Brjóti menn lögin aftur á sektin að vera 20 þúsund danskar krónur en 40 þúsund danskar krónur í þriðja sinn, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.
Tvöfalda sekt vegna sölu á sígarettum
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
