Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Kjararáð heyrir nú sögunni til en síðasta ákvörðun ráðsins var afar umdeild. Laun 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera voru hækkuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
„Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00