Stormy Daniels handtekin Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:16 Stormy Daniels lögsótti Bandaríkjaforseta vegna þagnarsamkomulags sem þau gerðu með sér árið 2016. Forsetinn undirritaði hins vegar aldrei samkomulagið og því telur Daniels það vera ógilt. Vísir/getty Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48