Dawn Sturgess, sem einnig varð fyrir eitruninni, lést síðasta sunnudag. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í lok júnímánaðar.

Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu einhver tengsl á milli eitrunarinnar á Rowley og Sturgess og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Júlia og Sergei Skripal urðu fyrir Novichok eitrun í Salisbury í mars á þessu ári.
Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútin hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Yfirvöld í Rússlandi hafi ekki komið nálægt neinum eitrunartilburðum.
Svæðisstjóri heilbrigðismála í Amesbury og Salisbury, Sally Davies, hefur biðlað til íbúa á svæðinu að snerta ekki neina hluti á víðavangi til að gæta fyllsta öryggis.