Ef ekki hvítabjörn, þá „ógnvænlegasta kind allra tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. júlí 2018 15:40 Leit að hvítabirninum hefur staðið yfir í dag. Vísir/Getty Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag en hún var kölluð út í verkefni vegna báts sem sökk á Héraðsflóa á þriðja tímanum dag. Skipverjinn komst um borð í björgunarbát. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að ef leitin að hvítabirninum ber ekki árangur í dag verður henni hætt, nema að önnur tilkynning um björninn berist. Leiðsögumaður og franskur vinur hans komu auga á dýr sem leit út fyrir að vera hvítabjörn þegar þeir voru við silungaveiðar í Hranhafnará í gærkvöldi. Mikið skelfingarástand greip um sig og gáfu þeir sér ekki tíma til að virða dýrið betur fyrir sér. Hlupu þeir um fjögurra kílómetra leið að bíl sínum. Mjög stórt og óvenjulega hvítt Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið hundrað prósent viss að um björn væri að ræða. Þeir lögðu á flótta og köstuðu þeim afla sem þeir höfðu sótt í ána. Hann segir þá hafa blessunarlega hlaupið undan vindi og dýrið ekki veitt þeim eftirför. Hann segir þá ekki viss um hvort að um björn hafi verið að ræða. „Ef ekki, þá gætum við hafa rekist óvænt á ógnvænlegustu kind allra og veiðimenn munu gera grín að okkur. Við sjáum til,“ skrifar David. „Nokkuð vissir“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa hafið leit á því svæði sem dýrið sást og unnið sé síðan út frá því. Ef ekkert finnst í dag verður leitinni hætt nema önnur tilkynning berist. Lögreglan ræddi við mennina tvo en Halla segir þær samræður ekki hafa leitt neitt annað í ljós en tilkynning þeirra gaf til kynna í fyrstu. „Þeir voru nokkuð vissir um að þetta væri hvítabjörn. Þeir sáu engar aðrar kindur, yfirleitt eru þær saman í hópum, og þeir voru á því að þetta væri ekki kind. Dýrið var þó í einhverri fjarlægð og því mögulega erfitt að segja. Ef þetta er hefur verið björn gæti hann þess vegna verið farinn aftur á sund,“ segir Halla. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Dýrið fellt ef það finnst Halla segir að ef hvítabjörninn finnst þá verði hann felldur enda stafar almannahætta af slíkum dýrum. Sjá einnig: Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp árið 2008 til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur. Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag en hún var kölluð út í verkefni vegna báts sem sökk á Héraðsflóa á þriðja tímanum dag. Skipverjinn komst um borð í björgunarbát. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að ef leitin að hvítabirninum ber ekki árangur í dag verður henni hætt, nema að önnur tilkynning um björninn berist. Leiðsögumaður og franskur vinur hans komu auga á dýr sem leit út fyrir að vera hvítabjörn þegar þeir voru við silungaveiðar í Hranhafnará í gærkvöldi. Mikið skelfingarástand greip um sig og gáfu þeir sér ekki tíma til að virða dýrið betur fyrir sér. Hlupu þeir um fjögurra kílómetra leið að bíl sínum. Mjög stórt og óvenjulega hvítt Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið hundrað prósent viss að um björn væri að ræða. Þeir lögðu á flótta og köstuðu þeim afla sem þeir höfðu sótt í ána. Hann segir þá hafa blessunarlega hlaupið undan vindi og dýrið ekki veitt þeim eftirför. Hann segir þá ekki viss um hvort að um björn hafi verið að ræða. „Ef ekki, þá gætum við hafa rekist óvænt á ógnvænlegustu kind allra og veiðimenn munu gera grín að okkur. Við sjáum til,“ skrifar David. „Nokkuð vissir“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa hafið leit á því svæði sem dýrið sást og unnið sé síðan út frá því. Ef ekkert finnst í dag verður leitinni hætt nema önnur tilkynning berist. Lögreglan ræddi við mennina tvo en Halla segir þær samræður ekki hafa leitt neitt annað í ljós en tilkynning þeirra gaf til kynna í fyrstu. „Þeir voru nokkuð vissir um að þetta væri hvítabjörn. Þeir sáu engar aðrar kindur, yfirleitt eru þær saman í hópum, og þeir voru á því að þetta væri ekki kind. Dýrið var þó í einhverri fjarlægð og því mögulega erfitt að segja. Ef þetta er hefur verið björn gæti hann þess vegna verið farinn aftur á sund,“ segir Halla. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Dýrið fellt ef það finnst Halla segir að ef hvítabjörninn finnst þá verði hann felldur enda stafar almannahætta af slíkum dýrum. Sjá einnig: Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp árið 2008 til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur.
Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38
Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25