Fæst ekki svarað hvort flugdólgurinn fer á bannlista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2018 13:00 Guðjón segir að stefnt hafi í að millilenda þyrfti vélinni á Írlandi WOW Air Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp. „Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis. „Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“ Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air. „WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“ Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Flugdólgur bundinn niður í flugi WOW Air Farþegar WOW Air neyddust til þess að binda niður flugdólg í flugi félagsins frá Alicante til Keflavíkur. 8. júlí 2018 16:30