„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 21:00 Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015. Skattar og tollar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015.
Skattar og tollar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira