Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 09:30 Ramos hugar að Salah eftir atvikið umtalaða. vísir/getty Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06
Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00
Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45