Hvetja til hitunar á frosnu grænmeti fyrir neyslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:01 Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári. vísir/getty Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST. Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST.
Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19