Óvænt kveðja Jón Steinar Gunnlaugsson. skrifar 22. júlí 2018 21:37 Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun