Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 21:24 Kínverskir hermenn við æfingu. Vísir/EPA Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum. Suður-Kínahaf Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. Michael Collins, einn yfirmanna Austurasíudeildar CIA segir Kína ekki vilja hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum og því beiti þeir öðrum leiðum til að grafa undan Bandaríkjunum. „Ég myndi segja að í rauninni séu þeir að heyja kalt stríð gegn okkur. Ekki kalt stríð eins og við sáum á tíma kalda stríðsins sjálfs en kalt stríð þó,“ sagði Collins á öryggisráðstefnu í Bandaríkjunum í gær.Kínverjar eru með fjölmennasta her heims og næst stærsta efnahaginn, á eftir Bandaríkjunum. Þó Kína hafi staðið í umfangsmikill uppbyggingu á herafla sínum eru Bandaríkin eru enn með hernaðaryfirráð á heimsvísu. Á undanförnum mánuðum hefur samband ríkjanna beðið hnekki og eiga þau nú í stækkandi viðskiptastríði. Þá hafa Bandaríkin og önnur ríki heimsins gagnrýnt Kína harðlega fyrir ólöglegt tilkall þeirra til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa Kínverjar byggt upp heilu eyjarnar og komið vopnum og hernaðarmannvirkjum fyrir á þeim. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna gáfu í byrjun árs út nýja varnarstefnu ríkisins og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞá sagði Elbridge Colby, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að verulega hefði dregið úr hernaðaryfirburðum ríkisins gagnvart Kína. Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, sagði fyrr í vikunni, á sömu ráðstefnu og Collins, að Bandaríkjunum stæði mest ógn af Kína á heimsvísu. Þeir stæðu bæði í hefðbundnum njósnum auk þess að standa í efnahagslegum njósnum.
Suður-Kínahaf Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira