M. Night Shyamalan sló í gegn á Comic-Con með stiklu úr Glass Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2018 09:08 Aðalpersónurnar þrjár í myndinni Glass, leiknar Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein