Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Ólafur Margeirsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Húsnæðismál Ólafur Margeirsson Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. Þetta er mjög miður því húsnæðið er eignin sem þarf að vera til staðar til þess að framleiða þjónustuna sem hefur notagildi, þ.e. skjólið.Hví skiptir munurinn máli? Það er mikilvægur munur á þessu þegar kemur að verðbólgumælingu. Á Íslandi er notast m.a. við fasteignaverð, þ.e. eignaverð, til þess að mæla hversu mikill kostnaður fólks er við neysluna á þjónustunni „húsaskjól“. Vandamálið sem það á að leysa að horfa á þróun fasteignaverðs sem hluta af verðbólgu er eftirfarandi: meirihluti Íslendinga framleiða sjálfir húsaskjólið sem þeir neyta með eign sem þeir eiga sjálfir - hvernig mælum við kostnaðinn á þessari neyslu á húsaskjóli? Í Bandaríkjunum hefur málið verið leyst á annan hátt. Þar er horft á leiguverð! Eðlilega, þar sem leiguverð er einmitt verðið á framleiðslunni sem fasteignir gefa af sér, sama hver á þær. Fasteignaverð kemur hvergi nærri verðbólgumælingunni. Til að mæla kostnað vegna húsaskjóls í Bandaríkjunum er fólk sem leigir spurt eftirfarandi spurningar: „Hver er húsaleigan fyrir þitt heimilishald, þ.m.t. gjöld fyrir bílskúr og bílastæði?“ Og fólk sem á húsnæðið sem það býr í fær þessa spurningu: „Ef einhver myndi leigja húsnæðið þitt í dag, hversu mikið heldurðu að þú gætir leigt það á á mánuði án húsgagna, rafmagns og hita?“ Svona er málið leyst í Bandaríkjunum: eigendur fasteigna sem búa í þeim sjálfir eru spurðir að því hversu há leigan væri með húsnæðið ef þeir byggju ekki í því sjálfir. Einfalt!Eignaverð er ekki kostnaður vegna neyslu Húsnæði, á sama hátt og verksmiðja framleiðir t.d. osta, er að gefa af sér (lífsnauðsynlega) þjónustu sem við þurfum öll á að halda, þ.e. húsaskjól. Húsnæði, líkt og ostaverksmiðja, er eign – nánar tiltekið framleiðslufjármagn. Þú neytir ekki ostaverksmiðjunnar og þú neytir ekki heldur húsnæðisins heldur eru þessar eignir að framleiða vörur (fæðu) og þjónustu (húsaskjól) sem þú svo neytir. Þess vegna er íbúðafjárfesting hluti af fjárfestingu í hagkerfinu: fjárfesting, t.d. bygging verksmiðju eða íbúðablokkar, býr ekki til neysluvörur heldur framleiðslufjármagn. Fræðilega á vísitala neysluverðs, sem er grundvöllur verðbólgumælinga, ekki að hafa neitt með eignaverð að gera. Vísitala neysluverðs, eins og Seðlabankinn orðar það sjálfur, "mælir meðalverð vöru og þjónustu á markaði." Meðalverð eigna á ekki að vera meðtalið. Eftir sem áður er eignaverð fasteigna tekið með á Íslandi. Greidd húsaleiga fyrir þjónustuna "skjól", svipað og að greiða fyrir ost, er allt annað mál en að greiða fyrir eignina "fasteign", sem er svipað og að kaupa ostaverksmiðju. Hið fyrra viðkemur neysluverði, hið síðara eignaverði. Og, samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans sjálfs hér að ofan, á eignaverð ekki að vera hluti af neysluverðsvísitölunni. Að lokum langar mig til að vitna í skrifstofu vinnumarkaðsgagna (e. Bureau of Labor Statistics) í Bandaríkjunum:„Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir veita þeim sem í þeim búa, er stór hluti af vörukörfu vísitölu neysluverðs – þ.e. þær vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda til daglegs lífs… Fasteignir eru ekki hluti af vörukörfunni. Líkt og flestar aðrar hagstærðir lítur vísitala neysluverðs á húsnæði sem framleiðslu- eða fjárfestingarfjármagn en ekki sem neysluvöru. Eyðsla til kaupa og endurbóta á fasteignum er fjárfesting en ekki neysla. Húsaskjól, þ.e. þjónustan sem fasteignir búa til, er neyslan sem skiptir máli fyrir vísitölu neysluverðs.“Þess vegna, gott fólk, á fasteignaverð ekki að vera hluti af vísitölu neysluverðs á Íslandi. Lagfærum nú verðbólgumælinguna á Íslandi með þetta í huga: markaðsverð fasteigna á ekki heima í mælingunni á verðbólgu.Höfundur er hagfræðingur. Ítarlegri umfjöllun má finna á patreon.com/olafurmargeirsson
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun