Réttað yfir kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 21:00 Teikning úr réttarsalnum í dag. Manafort er þriðji frá vinstri. Vísir/AP Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21