Sykurmolar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 31. júlí 2018 08:35 ,,Hvað þér skynjið umhverfið á skringlegan hátt,” segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. ,,Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,” segir hann, ,,hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.” Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.Mér kom í hug þetta ljóð Braga Ólafssonar, Vegfarendur (Klínk, 1995), við lestur á kveðju sem Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands sendi mér í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hann rakti meðal annars fyrir mig nokkrar greinar úr VIII. kafla Stjórnarskrár Lýðveldsins Póllands, um dómstóla. Rétt eins og hjá vegfarendum Braga Ólafssonar fór fundur okkar Gerards á síðum Fréttablaðsins fram í mestu vinsemd. Og rétt eins eistneski ferðlangurinn finn ég mig knúinn til þess að endurgjalda Gerard hjálpsemina og frásögnina um pólsku stjórnarskránna með því að segja honum frá lögum og reglum sem gilda um skipan dómsvalds á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldsins Íslands nr. 33/1944 2. gr. … . Dómendur fara með dómsvaldið.59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/19946. gr. [Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.] 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum.Lög um dómstóla nr. 50/2016. Ákvæði til bráðabirgða. IV. … Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Og að því sögðu hvarflar hugurinn aftur til Braga Ólafssonar og orða sem Einar Örn Benediktsson gerði ódauðleg í Rokk í Reykjavík:Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Tengdar fréttir Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 27. júlí 2018 07:00 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
,,Hvað þér skynjið umhverfið á skringlegan hátt,” segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. ,,Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,” segir hann, ,,hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.” Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.Mér kom í hug þetta ljóð Braga Ólafssonar, Vegfarendur (Klínk, 1995), við lestur á kveðju sem Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands sendi mér í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hann rakti meðal annars fyrir mig nokkrar greinar úr VIII. kafla Stjórnarskrár Lýðveldsins Póllands, um dómstóla. Rétt eins og hjá vegfarendum Braga Ólafssonar fór fundur okkar Gerards á síðum Fréttablaðsins fram í mestu vinsemd. Og rétt eins eistneski ferðlangurinn finn ég mig knúinn til þess að endurgjalda Gerard hjálpsemina og frásögnina um pólsku stjórnarskránna með því að segja honum frá lögum og reglum sem gilda um skipan dómsvalds á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldsins Íslands nr. 33/1944 2. gr. … . Dómendur fara með dómsvaldið.59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/19946. gr. [Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.] 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum.Lög um dómstóla nr. 50/2016. Ákvæði til bráðabirgða. IV. … Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Og að því sögðu hvarflar hugurinn aftur til Braga Ólafssonar og orða sem Einar Örn Benediktsson gerði ódauðleg í Rokk í Reykjavík:Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 27. júlí 2018 07:00
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun