Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 23:50 Norður-Kóreumenn eru taldir halda áfram að framleiða langdrrægar eldflaugar á sama tíma og þeir ræða við Bandaríkin um afvopnun. Vísir/EPA Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur sig hafa vísbendingar um að norður-kóresk stjórnvöld smíði nú nýjar eldflaugar í verksmiðju sem framleiddi fyrstu langdrægu eldflaugina sem getur náð til Bandaríkjanna. Skammt er síðan Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ekki stafaði lengur kjarnorkuhætta af Norður-Kóreu.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að á meðal gagna leyniþjónustunnar séu gervihnattamyndir sem virðast sýna að unnið sé við að minnsta kosti eina og mögulega tvær langdrægar eldflaugar í stórri tilraunastöð nærri höfuðborginni Pjongjang. Áður hafa bandarísk stjórnvöld talið sig hafa vitneskju um að Norður-Kóreumenn haldi áfram að auðga úran fyrir kjarnavopn. Viðræður hafa staðið yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun undanfarnar vikur og mánuði. Þær leiddu meðal annars til sögulegs leiðtogarfundar Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í júní. Trump lofaði árangurinn af þeim fundi og gekk svo langt að segja að ekki stafaði lengur hætta af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Leiðtogarnir tveir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu með fögrum fyrirheitum um afkjarnavopnun. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að Norður-Kóreumenn hafi lítið aðhafst sem bendi til þess að þeir ætli sér að láta frá sér kjarnavopn sín. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Afhentu Bandaríkjamönnum líkamsleifar Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. 27. júlí 2018 06:21 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur sig hafa vísbendingar um að norður-kóresk stjórnvöld smíði nú nýjar eldflaugar í verksmiðju sem framleiddi fyrstu langdrægu eldflaugina sem getur náð til Bandaríkjanna. Skammt er síðan Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ekki stafaði lengur kjarnorkuhætta af Norður-Kóreu.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að á meðal gagna leyniþjónustunnar séu gervihnattamyndir sem virðast sýna að unnið sé við að minnsta kosti eina og mögulega tvær langdrægar eldflaugar í stórri tilraunastöð nærri höfuðborginni Pjongjang. Áður hafa bandarísk stjórnvöld talið sig hafa vitneskju um að Norður-Kóreumenn haldi áfram að auðga úran fyrir kjarnavopn. Viðræður hafa staðið yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun undanfarnar vikur og mánuði. Þær leiddu meðal annars til sögulegs leiðtogarfundar Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í júní. Trump lofaði árangurinn af þeim fundi og gekk svo langt að segja að ekki stafaði lengur hætta af kjarnavopnum Norður-Kóreu. Leiðtogarnir tveir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu með fögrum fyrirheitum um afkjarnavopnun. Bandaríska dagblaðið segir hins vegar að Norður-Kóreumenn hafi lítið aðhafst sem bendi til þess að þeir ætli sér að láta frá sér kjarnavopn sín.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Afhentu Bandaríkjamönnum líkamsleifar Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. 27. júlí 2018 06:21 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Afhentu Bandaríkjamönnum líkamsleifar Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. 27. júlí 2018 06:21
Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53