Meta þarf flóðahættu eftir hvert hlaup í framtíðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:30 Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06
Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30
Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13