Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 17:46 Frá Skaftárhlaupi árið 2015 en þá hljóp úr eystri Skaftárkatli. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk vinnur enn að því að rýma svæði vegna hlaups í Skaftá. Vitað er um tvo gönguhópa og nokkra staka göngumenn á svæðinu en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna hlaupsins. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að 30-40 björgunarsveitarmenn vinni við rýminguna. Þeir hafa verið kallaðir út frá Kirkjubæjarklaustri, úr Skaftártungu, úr Álftaveri og frá Vík. Þeir sem sinna hálendisvakt á Fjallabaki voru fengnir til þess að það fara inn að Langasjó, að skálanum við Sveinstind og við Skælinga til að koma fólki þaðan. Annar gönguhópanna sem vitað er um á svæðinu er fimm manna en ekki er vitað um stærð hins. Útbúnaður ferðalanga fanns í skála og unnið er að því að finna hvar það fólk heldur sig. Hlaupið hófst í dag fyrr en reiknað var með. Upphaflega var búist við að það kæmi undan jökli á aðfaranótt laugardags. Tómas Janusson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við Vísi nú síðdegis að hlaupið í Skaftá rísi mun hraðar nú en árið 2015. Það hlaup var það stærsta frá því að mælingar hófust. Búið er að loka Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum. Þá hefur brúnni yfir Eldvatn einnig verið lokað vegna hlaupsins. Uppfært klukkan 18:20: Veðurstofan varar nú við því að jarðhitavatn sé byrjað að renna í Múlakvísl. Fólki er bent á að staldra ekki lengi við í nágrenni árinnar vegna gasmengunar. Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts. Um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu, en þær mynda vestari kvíslina. Hlaupið náði mæli á tindinum um 13:15 í dag.Vísir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Björgunarsveitarfólk vinnur enn að því að rýma svæði vegna hlaups í Skaftá. Vitað er um tvo gönguhópa og nokkra staka göngumenn á svæðinu en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna hlaupsins. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að 30-40 björgunarsveitarmenn vinni við rýminguna. Þeir hafa verið kallaðir út frá Kirkjubæjarklaustri, úr Skaftártungu, úr Álftaveri og frá Vík. Þeir sem sinna hálendisvakt á Fjallabaki voru fengnir til þess að það fara inn að Langasjó, að skálanum við Sveinstind og við Skælinga til að koma fólki þaðan. Annar gönguhópanna sem vitað er um á svæðinu er fimm manna en ekki er vitað um stærð hins. Útbúnaður ferðalanga fanns í skála og unnið er að því að finna hvar það fólk heldur sig. Hlaupið hófst í dag fyrr en reiknað var með. Upphaflega var búist við að það kæmi undan jökli á aðfaranótt laugardags. Tómas Janusson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við Vísi nú síðdegis að hlaupið í Skaftá rísi mun hraðar nú en árið 2015. Það hlaup var það stærsta frá því að mælingar hófust. Búið er að loka Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum. Þá hefur brúnni yfir Eldvatn einnig verið lokað vegna hlaupsins. Uppfært klukkan 18:20: Veðurstofan varar nú við því að jarðhitavatn sé byrjað að renna í Múlakvísl. Fólki er bent á að staldra ekki lengi við í nágrenni árinnar vegna gasmengunar. Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts. Um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu, en þær mynda vestari kvíslina. Hlaupið náði mæli á tindinum um 13:15 í dag.Vísir
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48
Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01