Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2018 11:19 Bæjarráð Árborgar skrifaði undir ráðningarsamning við Gísla Halldór, nýjan bæjarstjóra á fundi sínum í gær. Á myndinni eru frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður. Mynd/Sveitarfélagið Árborg Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32