Hærra verð forsenda þess að spá rætist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Icelandair Group skilaði 2,7 milljarða króna tapi á öðrum fjórðungi ársins. Spá félagsins um hækkandi meðalverð hefur ekki gengið eftir. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Stytta skammarkrókinn til muna Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Bobbingastaður í bobba „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira