Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2018 09:15 Hækkanir á olíuverði og sveiflur á gengi íslensku krónunnar hafa leikið rekstur Icelandair grátt. Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. Icelandair kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða annars ársfjórðungs er tap upp á 25,7 milljónir dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Tap fyrstu sex mánaða ársins nemur 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Icelandair hafði sent frá sér afkomuviðvörun í júlí svo markaðurinn var að búast við vondum tíðindum þegar félagið birti uppgjörið. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir að tapið skýrist aðallega að olíuverðshækkunum. Olíuverð hefur hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum án þess að það hafi skilað sér út í miðaverð.Hvar kemur þessi breyting þá út í rekstrinum? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi og það eru fleiri félög búin að sýna breytingu. Bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa verið að sýna þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en einnig ýmsum öðrum þáttum sem við getum haft áhrif á,“ segir Björgólfur. Björgólfur nefnir hér líka styrkingu gengi krónunnar. Stærsti kostnaðarliður Icelandair eru laun sem eru greidd í krónum en tekjur félagsins eru aðallega í erlendum gjaldmiðlum og uppgjörsmyntin er Bandaríkjadollar. Sala til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum Icelandair hóf í byrjun árs áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða. Þetta eru Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore og San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Sala á farseðlum til og frá þessum borgum í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum. „Sala hefur ekki gengið eins og við ætluðum. Kannski byggðum við dálítið mikið af reynslu fyrri ára þegar við tókum inn nýja staði sem gengu yfirleitt alltaf mjög vel. En það tekur tíma að byggja upp áfangastaði og það er fjárfesting þó það komi inn sem rekstrarkostnaður hjá félaginu. Það tekur tíma að byggja þetta upp og við höfum trú á öllum þessum áfangastöðum,“ segir Björgólfur. Icelandair stendur á tímamótum um þessar mundir. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga að sögn Björgólfs. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum. Icelandair kynnti í gær uppgjör sitt fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Niðurstaða annars ársfjórðungs er tap upp á 25,7 milljónir dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Tap fyrstu sex mánaða ársins nemur 60 milljónum dollara, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Icelandair hafði sent frá sér afkomuviðvörun í júlí svo markaðurinn var að búast við vondum tíðindum þegar félagið birti uppgjörið. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir að tapið skýrist aðallega að olíuverðshækkunum. Olíuverð hefur hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum án þess að það hafi skilað sér út í miðaverð.Hvar kemur þessi breyting þá út í rekstrinum? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi og það eru fleiri félög búin að sýna breytingu. Bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa verið að sýna þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en einnig ýmsum öðrum þáttum sem við getum haft áhrif á,“ segir Björgólfur. Björgólfur nefnir hér líka styrkingu gengi krónunnar. Stærsti kostnaðarliður Icelandair eru laun sem eru greidd í krónum en tekjur félagsins eru aðallega í erlendum gjaldmiðlum og uppgjörsmyntin er Bandaríkjadollar. Sala til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum Icelandair hóf í byrjun árs áætlunarflug til sex nýrra áfangastaða. Þetta eru Cleveland, Dallas, Kansas City, Baltimore og San Francisco í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Sala á farseðlum til og frá þessum borgum í Bandaríkjunum hefur valdið vonbrigðum. „Sala hefur ekki gengið eins og við ætluðum. Kannski byggðum við dálítið mikið af reynslu fyrri ára þegar við tókum inn nýja staði sem gengu yfirleitt alltaf mjög vel. En það tekur tíma að byggja upp áfangastaði og það er fjárfesting þó það komi inn sem rekstrarkostnaður hjá félaginu. Það tekur tíma að byggja þetta upp og við höfum trú á öllum þessum áfangastöðum,“ segir Björgólfur. Icelandair stendur á tímamótum um þessar mundir. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga að sögn Björgólfs. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Efast um að spá Icelandair gangi eftir Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir Icelandair Group þurfa að vinna varnarsigur á þriðja fjórðungi til að afkomuspá félagsins gangi eftir. Afkoma annars fjórðungs var talsvert lakari en greinendur höfðu spáð. 2. ágúst 2018 07:00