Inntak fullveldisins er menningin Svavar Gestsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Svavar Gestsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun