Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2018 14:20 Jeff Sessions fylgist með ræðu Trump. Vísir/GETTY Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump, stöðvaði rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknarar Dómsmálaráðuneytisins. Hann rannsakar meðal annars afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvort samstarf hafi verið á milli Rússa og starfsmanna framboðs Trump og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, sem var yfir Rússarannsókninni svokölluðu. Í röð tísta sagði Trump, meðal annars, að rannsókn Mueller væri smánarblettur á Bandaríkjunum. Starf Mueller og rannsakenda hans væri að koma svörtu orði á Bandaríkin. Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað gagnrýnt Sessions fyrir þá ákvörðun. Þá hefur hann sagt að hann hefði aldrei skipað Sessions í embætti ef hann hefði vitað að hann ætlaði að segja sig frá rannsókninni. Eitt af tístum hans í morgun er þó sérstakt þar sem hann segir með beinum hætti að Sessions ætti að stöðva Mueller, sem í sjálfu sér gæti verið séð sem hindrun réttvísinnar. Fram hefur komið að Mueller er að fara yfir yfirlýsingar forsetans á Twitter og annars staðar þar sem Trump hefur gagnrýnt Sessions og beitt hann þrýstingi.Bæði Sessions og Comey eru vitni í rannsókn Mueller...This is a terrible situation and Attorney General Jeff Sessions should stop this Rigged Witch Hunt right now, before it continues to stain our country any further. Bob Mueller is totally conflicted, and his 17 Angry Democrats that are doing his dirty work are a disgrace to USA! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2018 Nú standa yfir réttarhöld gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, en Mueller hefur ákært hann fyrir fjölda brota. Þar á meðal svik, fjárþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Málið kemur Rússarannsókninni að vissu leyti ekki við, þrátt fyrir fjölmörg tengsl Manafort og Rússlands, en dómari málsins hefur sakað Mueller um að ákæra Manafort til að fá hann til að veita upplýsingar um Trump. Rick Gates, fyrrverandi samstarfsmaður Manafort, hefur starfað með Mueller. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sagt að Trump gæti mögulega náðað Manafort, verði hann fundinn sekur. Áðurnefndur dómari úrskurðaði þó sömuleiðis að ákærurnar væru innan verksviðs Mueller og þá sérstaklega vegna tengsla Manafort og Rússlands. Trump tísti einnig um Manafort í dag og sagði hann Manafort hafa unnið fyrir nokkra stjórnmálaleiðtoga eins og Ronald Reagan og Bob Dole. Hann hafi einungis unnið fyrir Trump um skamma stund. „Af hverju sagði ríkisstjórnin mér ekki að hann væri til rannsóknar. Þessar gömlu ákærur hafa ekkert með samstarf við Rússa að gera – Gabb!“ skrifaði Trump.Paul Manafort worked for Ronald Reagan, Bob Dole and many other highly prominent and respected political leaders. He worked for me for a very short time. Why didn’t government tell me that he was under investigation. These old charges have nothing to do with Collusion - a Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Donald Trump og Cohen í hár saman Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað 28. júlí 2018 07:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump, stöðvaði rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknarar Dómsmálaráðuneytisins. Hann rannsakar meðal annars afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvort samstarf hafi verið á milli Rússa og starfsmanna framboðs Trump og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, sem var yfir Rússarannsókninni svokölluðu. Í röð tísta sagði Trump, meðal annars, að rannsókn Mueller væri smánarblettur á Bandaríkjunum. Starf Mueller og rannsakenda hans væri að koma svörtu orði á Bandaríkin. Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað gagnrýnt Sessions fyrir þá ákvörðun. Þá hefur hann sagt að hann hefði aldrei skipað Sessions í embætti ef hann hefði vitað að hann ætlaði að segja sig frá rannsókninni. Eitt af tístum hans í morgun er þó sérstakt þar sem hann segir með beinum hætti að Sessions ætti að stöðva Mueller, sem í sjálfu sér gæti verið séð sem hindrun réttvísinnar. Fram hefur komið að Mueller er að fara yfir yfirlýsingar forsetans á Twitter og annars staðar þar sem Trump hefur gagnrýnt Sessions og beitt hann þrýstingi.Bæði Sessions og Comey eru vitni í rannsókn Mueller...This is a terrible situation and Attorney General Jeff Sessions should stop this Rigged Witch Hunt right now, before it continues to stain our country any further. Bob Mueller is totally conflicted, and his 17 Angry Democrats that are doing his dirty work are a disgrace to USA! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2018 Nú standa yfir réttarhöld gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, en Mueller hefur ákært hann fyrir fjölda brota. Þar á meðal svik, fjárþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Málið kemur Rússarannsókninni að vissu leyti ekki við, þrátt fyrir fjölmörg tengsl Manafort og Rússlands, en dómari málsins hefur sakað Mueller um að ákæra Manafort til að fá hann til að veita upplýsingar um Trump. Rick Gates, fyrrverandi samstarfsmaður Manafort, hefur starfað með Mueller. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sagt að Trump gæti mögulega náðað Manafort, verði hann fundinn sekur. Áðurnefndur dómari úrskurðaði þó sömuleiðis að ákærurnar væru innan verksviðs Mueller og þá sérstaklega vegna tengsla Manafort og Rússlands. Trump tísti einnig um Manafort í dag og sagði hann Manafort hafa unnið fyrir nokkra stjórnmálaleiðtoga eins og Ronald Reagan og Bob Dole. Hann hafi einungis unnið fyrir Trump um skamma stund. „Af hverju sagði ríkisstjórnin mér ekki að hann væri til rannsóknar. Þessar gömlu ákærur hafa ekkert með samstarf við Rússa að gera – Gabb!“ skrifaði Trump.Paul Manafort worked for Ronald Reagan, Bob Dole and many other highly prominent and respected political leaders. He worked for me for a very short time. Why didn’t government tell me that he was under investigation. These old charges have nothing to do with Collusion - a Hoax! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Donald Trump og Cohen í hár saman Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað 28. júlí 2018 07:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Donald Trump og Cohen í hár saman Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað 28. júlí 2018 07:45
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30
Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42
Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17