Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 11:40 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Papadopoulos viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum um tengsl sín við Rússa en hann átti fundi með rússneskum útsendurum á meðan kosningabaráttan var í algleymingi. Mueller segir að þessir lygar hafi hindrað framgang rannsóknar sinnar á meintum tengslum Rússa við kosningabaráttu Trumps. Meðal annars hafi grunaður maður sloppið úr landi áður en hægt var að yfirheyra hann. Michael Flynn og Richard Gates, sem báður störfuðu fyrir Trump, hafa einnig viðurkennt að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rússa fyrir kosningarnar. Rannsókn Muellers beinist að því hvort útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna með ýmsum hætti. Rússar eru meðal annars sakaðir um tölvuinnbrot, gagnaleka og skipulagða dreifingu áróðurs og falsfrétta á samfélagsmiðlum. Allt á þetta að hafa verið gert til að auka líkurnar á að Trump bæri sigurorð af Hillary Clinton í forsetakosningunum. Dómari hefur nú fram til 7. September til að ákvarða refsingu Papadopoulosar. Hámarksrefsing er átta mánuðir en sem fyrr segir hefur Mueller farið fram á sex mánaða dóm. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. Papadopoulos viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum um tengsl sín við Rússa en hann átti fundi með rússneskum útsendurum á meðan kosningabaráttan var í algleymingi. Mueller segir að þessir lygar hafi hindrað framgang rannsóknar sinnar á meintum tengslum Rússa við kosningabaráttu Trumps. Meðal annars hafi grunaður maður sloppið úr landi áður en hægt var að yfirheyra hann. Michael Flynn og Richard Gates, sem báður störfuðu fyrir Trump, hafa einnig viðurkennt að hafa logið að rannsakendum um samskipti sín við Rússa fyrir kosningarnar. Rannsókn Muellers beinist að því hvort útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna með ýmsum hætti. Rússar eru meðal annars sakaðir um tölvuinnbrot, gagnaleka og skipulagða dreifingu áróðurs og falsfrétta á samfélagsmiðlum. Allt á þetta að hafa verið gert til að auka líkurnar á að Trump bæri sigurorð af Hillary Clinton í forsetakosningunum. Dómari hefur nú fram til 7. September til að ákvarða refsingu Papadopoulosar. Hámarksrefsing er átta mánuðir en sem fyrr segir hefur Mueller farið fram á sex mánaða dóm.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36
Ætlar ekki að svara spurningum Mueller Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. 8. ágúst 2018 23:29
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00