Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Það skýrist í næstu viku hvernig mun ganga að tryggja mönnun á leikskólum Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira