Bæjarstjóra óheimilt að afsala sér launum sem bæjarfulltrúi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær alls 2,2 milljónir á mánuði samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Fréttablaðið/Anton Brink Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Sjá meira
Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00