Sneri brottfluttum mæðgum aftur til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:33 Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni innflytjenda og hælisleitenda í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum. vísir/getty Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35