Hinsegin dagar – Verðum í fremstu röð Ásmundur Einar Daðason skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Hinsegin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar