FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 18:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira