WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Hörður Ægisson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Skúli segir að þriðji ársfjórðungur á þessu ári verði næstbesti fjórðungurinn í sögu félagsins. Fréttablaðið/Anton Brink WOW air mun að líkindum gefa út breytanleg skuldabréf (e. convertible bonds) til þriggja ára, þar sem fjárfestum myndi þá bjóðast að breyta þeim síðar í hlutafé í fyrirtækinu, í því skyni að sækja sér aukið fjármagn til að treysta rekstur og lausafjárstöðu félagsins. Pantanabókin vegna skuldabréfaútgáfunnar verður opnuð í dag, miðvikudag, en áætlað er að útboðið klárist á næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi. Ekki liggur fyrir endanleg stærð skuldabréfaútboðsins en samkvæmt fjárfestakynningu Pareto Securities, sem hefur umsjón með útboðinu, er ráðgert að það verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna, um sex til tólf milljarðar íslenskra króna. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur á síðustu tveimur vikum, ásamt öðrum stjórnendum og ráðgjöfum Pareto, átt fundi með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar fjárfestakynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, enda þótt fastlega sé áætlað að eftirspurnin muni fyrst og fremst koma frá erlendum fjárfestum. Samkvæmt heimildum eru nokkrir lífeyrissjóðir með það til skoðunar hvort til greina komi að taka þátt í skuldabréfaútboði flugfélagsins. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga fyrir samanlagt um helmingshlut í Icelandair.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs WOW air var ekki gert ráð fyrir útgáfu breytanlegra skuldabréfa. Ljóst var þó að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundum. Skúli hefur sagt að hann hafi fulla trú á að skuldabréfaútgáfan klárist og að spurningin sé aðeins um stærð og vaxtakjör, eða „hugsanlega önnur réttindi fylgjandi þessu útboði“, eins og hann sagði í viðtali við RÚV síðastliðinn fimmtudag. Vextir breytanlegra skuldabréfa eru iðulega mun lægri en í samanburði við venjuleg skuldabréf. WOW air sparar sér því umtalsverðan vaxtakostnað verði niðurstaðan sú að að félagið gefi út slík skuldabréf, eins og margir erlendir fjárfestar eru sagðir hafa kallað eftir á fundum með stjórnendum WOW og Pareto. Kaupendur að skuldabréfunum myndu á móti eiga rétt á að breyta þeim í hlutafé í flugfélaginu eftir tiltekinn tíma og á fyrirfram ákveðnum kjörum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða nánari skilmálar yrðu í útgáfunni og hversu stóran hlut fjárfestar kynnu þá að eiga möguleika á að eignast síðar í félaginu. Í viðtali við Markaðinn síðastliðinn miðvikudag sagði Skúli að ekki þyrfti að auka hlutafé félagsins til að bæta eiginfjárstöðuna áður en ráðist yrði í skuldabréfaútboðið. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins, sem var aðeins 4,8 prósent í lok júní, muni batna verulega á seinni árshelmingi en útlit sé fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) verði þá um þrír milljarðar króna og aukist um 159 prósent á milli ára. Rekstrartap WOW air nam um 5 milljörðum króna frá júlí 2017 til júní 2018. Áætlanir gera ráð fyrir verulegum viðsnúningi næstu misseri. Skúli segir þær spár ekki byggja á lækkandi olíuverði og hækkandi meðalfargjöldum heldur „aðgerðum og fjárfestingum sem þegar hefur verið ráðist í eins og með hliðartekjuaukninguna og Premium-sætin. Þessi aukning er þegar orðin ljós í júlí og í bókunum á næstu mánuðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
WOW air mun að líkindum gefa út breytanleg skuldabréf (e. convertible bonds) til þriggja ára, þar sem fjárfestum myndi þá bjóðast að breyta þeim síðar í hlutafé í fyrirtækinu, í því skyni að sækja sér aukið fjármagn til að treysta rekstur og lausafjárstöðu félagsins. Pantanabókin vegna skuldabréfaútgáfunnar verður opnuð í dag, miðvikudag, en áætlað er að útboðið klárist á næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi. Ekki liggur fyrir endanleg stærð skuldabréfaútboðsins en samkvæmt fjárfestakynningu Pareto Securities, sem hefur umsjón með útboðinu, er ráðgert að það verði á bilinu 500 til 1.000 milljónir sænskra króna, um sex til tólf milljarðar íslenskra króna. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, hefur á síðustu tveimur vikum, ásamt öðrum stjórnendum og ráðgjöfum Pareto, átt fundi með fjölmörgum fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútgáfuna, einkum í Norður-Evrópu. Þá voru haldnar fjárfestakynningar fyrir íslenska fjárfesta í lok síðustu viku, meðal annars lífeyrissjóði, sjóðastýringarfélög og einkafjárfesta, enda þótt fastlega sé áætlað að eftirspurnin muni fyrst og fremst koma frá erlendum fjárfestum. Samkvæmt heimildum eru nokkrir lífeyrissjóðir með það til skoðunar hvort til greina komi að taka þátt í skuldabréfaútboði flugfélagsins. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga fyrir samanlagt um helmingshlut í Icelandair.Sjá einnig: Skúli stendur keikur Í drögum að fjárfestakynningu Pareto vegna fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs WOW air var ekki gert ráð fyrir útgáfu breytanlegra skuldabréfa. Ljóst var þó að skilmálar útboðsins gætu breyst í samræmi við viðbrögð og ábendingar fjárfesta á fundum. Skúli hefur sagt að hann hafi fulla trú á að skuldabréfaútgáfan klárist og að spurningin sé aðeins um stærð og vaxtakjör, eða „hugsanlega önnur réttindi fylgjandi þessu útboði“, eins og hann sagði í viðtali við RÚV síðastliðinn fimmtudag. Vextir breytanlegra skuldabréfa eru iðulega mun lægri en í samanburði við venjuleg skuldabréf. WOW air sparar sér því umtalsverðan vaxtakostnað verði niðurstaðan sú að að félagið gefi út slík skuldabréf, eins og margir erlendir fjárfestar eru sagðir hafa kallað eftir á fundum með stjórnendum WOW og Pareto. Kaupendur að skuldabréfunum myndu á móti eiga rétt á að breyta þeim í hlutafé í flugfélaginu eftir tiltekinn tíma og á fyrirfram ákveðnum kjörum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða nánari skilmálar yrðu í útgáfunni og hversu stóran hlut fjárfestar kynnu þá að eiga möguleika á að eignast síðar í félaginu. Í viðtali við Markaðinn síðastliðinn miðvikudag sagði Skúli að ekki þyrfti að auka hlutafé félagsins til að bæta eiginfjárstöðuna áður en ráðist yrði í skuldabréfaútboðið. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins, sem var aðeins 4,8 prósent í lok júní, muni batna verulega á seinni árshelmingi en útlit sé fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) verði þá um þrír milljarðar króna og aukist um 159 prósent á milli ára. Rekstrartap WOW air nam um 5 milljörðum króna frá júlí 2017 til júní 2018. Áætlanir gera ráð fyrir verulegum viðsnúningi næstu misseri. Skúli segir þær spár ekki byggja á lækkandi olíuverði og hækkandi meðalfargjöldum heldur „aðgerðum og fjárfestingum sem þegar hefur verið ráðist í eins og með hliðartekjuaukninguna og Premium-sætin. Þessi aukning er þegar orðin ljós í júlí og í bókunum á næstu mánuðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00 Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00 Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
WOW air í milljarða skuldabréfaútboð Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða. 15. ágúst 2018 05:00
Wow Air segir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um að kenna Upplýsingafulltrúi WOW Air hafnar því að rangar upplýsingar um Icelandair komi fram í viðbótarskjölum við útboðskynningu WOW í gær. Hún kennir óljósri upplýsingagjöf Icelandair um rangan samanburð á einingakostnaði félaganna. 26. ágúst 2018 20:00
Wow Air á fáar veðhæfar eignir og eigið fé hefur rýrnað hratt Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, er um þessar mundir á fundaferð um Evrópu til að kynna Wow Air fyrir fjárfestum í tengslum við skuldabréfaútboð hjá Pareto Securities. Wow Air hyggst sækja sér allt að tólf milljarða króna með útgáfu nýrra skuldabréfa. 15. ágúst 2018 14:44