Leikur, barátta, íþróttamennska og jafnrétti Herbert Beck skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Þann 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýskalands í fótbolta mætast á Laugardalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stigahæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigurliðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku konurnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greinilega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalandsliðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðlakeppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að sigra í riðlinum. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landsliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er liðsfélagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfsöryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkomandi laugardag, þann 1. september, kl. 14.55, mun fara fram hörkuspennandi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikilvægur leikurinn er, þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vinsælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrnunnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okkur, eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigurinn lítilsvirði hvorki andstæðinginn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að vinna þennan leik, þá þurfum við að muna að í lok dags þá er þetta leikur.Kynjajafnrétti Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafótboltans er greinilegt að hún endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar varð kvennafótbolti vinsæll, en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að lyfta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér í þágu kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafótbolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega auglýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland", sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evrópumótsins í kvennafótbolta 2017. Í þessu tveggja mínútna myndskeiði eru teknar saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðarfulla markmið að fylla Laugardalsvöll þann 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta markmið styð ég heilshugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvennafótbolta, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig sem leikurinn næstkomandi laugardag fer, vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fótbolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum!Höfundur er sendiherra Þýskalands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Þann 1. september munu kvennalandslið Íslands og Þýskalands í fótbolta mætast á Laugardalsvelli til að ákveða hvort þeirra mun fara á heimsmeistaramótið í Frakklandi á næsta ári. Einungis sigurliðið kemst beina leið á HM. Íslenska landsliðið er nú stigahæst í 5. riðli eftir 3:2 sigur gegn Þjóðverjum í Wiesbaden í október síðastliðnum og er með eins stigs forystu á Þýskaland í riðlinum. Það liggur því ljóst fyrir að sigurliðið í Laugardalnum mun fara áfram til Frakklands. Kvennalið Þýskalands hefur unnið Ólympíuleikana, er tvöfaldur heimsmeistari og áttfaldur Evrópumeistari í knattspyrnu. Það er því óvenjulegt fyrir það að sitja í öðru sæti riðilsins. Þýsku konurnar ásamt þjálfara sínum Horst Hrubesch, sem er afar farsæll leikmaður og þjálfari, finna greinilega að Þjóðverjar bera miklar væntingar til þeirra, ekki síst eftir mikil vonbrigði með karlalandsliðið núna í sumar. Bestu fjögur liðin sem eru í öðru sæti í riðlakeppninni komast í umspil fyrir seinasta evrópska sætið fyrir HM í Frakklandi, en markmið þýska liðsins er klárlega að sigra í riðlinum. Til þess þarf þýska liðið þó að vinna einvígið hér í Reykjavík. „Næsti úrslitaleikur er á Íslandi. Við munum leggja allt af mörkum til að tryggja okkur sigur í forkeppninni,“ segir markvörður þýska landsliðsins Almuth Schult sem spilar fyrir VfL Wolfsburg, en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er liðsfélagi hennar þar. Á hinn bóginn hafa íslensku konurnar góða ástæðu til að mæta fullar sjálfsöryggis í „úrslitaleikinn“. Eftir fimm sigra og aðeins eitt jafntefli gegn Tékkum, gæti staða íslensku kvennanna varla verið vænlegri. Þegar leikurinn hefst næstkomandi laugardag, þann 1. september, kl. 14.55, mun fara fram hörkuspennandi leikur með fótboltakonum sem munu berjast af öllu afli til sigurs. Vegna þess hve mikilvægur leikurinn er, þá verður hann sýndur í beinni útsendingu í þýsku ríkissjónvarpi. Við hlökkum til þessa leiks sem mun sameina allt það sem gerir knattspyrnu að vinsælustu íþrótt heims: ástríðu, keppni, þokka, tækni, sigurvilja, dálítið drama og þá mögulega sorg. Fyrir utan keppnina sjálfa (og viðskiptalegu hlið hennar) má ekki gleyma öðrum hliðum knattspyrnunnar: fótbolti hefur alltaf verið leikur sem byggist á virðingu og reglum. Á meðan keppnin sjálf vekur samsömun og ástríðu í okkur, eru það reglur um sanngirni sem gera það að verkum að sigurinn lítilsvirði hvorki andstæðinginn né að tap leiði til örvæntingar. Það gildir einnig í þessu tilfelli. Þrátt fyrir alla viðleitni til að vinna þennan leik, þá þurfum við að muna að í lok dags þá er þetta leikur.Kynjajafnrétti Næstkomandi laugardag kemur svo einn þáttur til viðbótar við sögu – kynjajafnrétti. Þegar litið er á sögu alþjóðlega kvennafótboltans er greinilegt að hún endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Á tímum fyrri heimsstyrjaldar varð kvennafótbolti vinsæll, en hann var síðan að hluta til bannaður á áratugum sem fylgdu. Rökin fyrir því banni endurómuðu kunnugleg stef úr öðrum kimum samfélagsins, ljóst er að áhuginn á raunverulegu jafnvægi milli karla og kvenna var ekki fyrir hendi. Það var ekki fyrr en fótboltakonur stefndu á að stofna sína eigin deild að hægt var að koma vitinu fyrir karlana. Árið 1970 ákvað Þýska knattspyrnusambandið (DFB) að lyfta leikbanninu við kvennafótbolta og það sama gerði Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ári síðar. Hannelore Ratzeburg, núverandi varaforseti DFB, er til fyrirmyndar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna í knattspyrnu í Þýskalandi, en hún hefur beitt sér í þágu kvennafótbolta bæði í Þýskalandi og á alþjóðlegum vettvangi síðustu 40 árin. Þegar ég hugsa til kvennafótbolta á Íslandi þá dettur mér fyrst og fremst í hug hið glæsilega auglýsingamyndskeið „Unstoppable for Iceland", sem Icelandair lét gera fyrir sig í aðdraganda Evrópumótsins í kvennafótbolta 2017. Í þessu tveggja mínútna myndskeiði eru teknar saman á snilldarlegan hátt þær áskoranir sem stelpur verða að sigrast á, til þess eins að geta gert það sem þær kunna best – að spila fótbolta! Íslenska knattspyrnusambandið er búið að setja sér það metnaðarfulla markmið að fylla Laugardalsvöll þann 1. september. Það yrði í fyrsta skipti sem uppselt yrði á leik í kvennafótbolta á Íslandi. Þetta markmið styð ég heilshugar, ekki síst þar sem það mun vera góð auglýsing fyrir kvennafótbolta, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig sem leikurinn næstkomandi laugardag fer, vonumst við öll til þess að sjá fótboltaveislu sem mun hvort tveggja í senn vera íþróttaþrekvirki og fagna jafnrétti karla og kvenna í fótbolta. Ég er sannfærður um það að bæði liðin eru fyrsta flokks lið sem munu auðga heimsmótið á næsta ári. „Fyllum völlinn!“ – Hjálpaðu til við að fylla völlinn í fyrsta skipti! Vertu hluti af þessari glæsilegu sögu! Sjáumst í Laugardalnum!Höfundur er sendiherra Þýskalands
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun