„Dagar þínir eru taldir!“ Ívar Halldórsson skrifar 28. ágúst 2018 10:39 Hvað er eiginlega að?! Hvernig má það vera að íslenskur háskólamenntaður ríkisborgari sem er búsettur á Íslandi, í fullri vinnu sem hugbúnaðarverkfræðingur og hefur búið í íslensku samfélagi í 18 ár ásamt íslenskri fjölskyldu sinni fái hótanir á heimavelli; annars vegar hálfgerða dauðahótun á leið úr landi og hins vegar hótun um brottvísun úr landi við heimkomu frá Bandaríkjunum?!Ferðin út Ég fór í vikuferð til Bandaríkjanna um daginn með 22 ára gamalli dóttur minni. Hún er fædd í Bandaríkjunum en er bæði með íslenskt og amerískt vegabréf og hefur verið búsett hér frá árinu 2000. Þegar við bókuðum ferðina okkar notaði hún bandaríska vegabréfið sitt við bókun hennar. Af gefinni reynslu vil ég meina að það sé öruggara fyrir amerískan ríkisborgara á leið til Bandaríkjanna að nota ameríska vegabréfið sitt – svona til að forðast óþarfa yfirheyrslur frá amerískum landamæravörðum. Þeir eru miserfiðir og við gátum alveg ímyndað okkur að þeir myndu gera athugasemd við það ef dóttir mín notaði íslenska vegabréfið sitt þegar hún á amerískt vegabréf. Þá gæti grunað að hún væri eitthvað að reyna fara á bak við þá. Þeir sem hafa lent í úrillum amerískum landamæravörðum vita nákvæmlega hvað ég á við. Gæti sjálfur sagt ykkur sögur ljótar, en geri það ekki í þessum pistli. Brotlending á heimavelli Þegar við förum gegnum vegabréfaeftirlitið hér heima á leiðinni út gerðist svolítið óvænt. Ég fór reyndar vandræðalaust í gegn á mínu íslenska vegabréfi enda alíslenskur í alla staði. Dóttir mín þurfti að fara í aðra röð en ég, vegna þess að hún var með amerískt vegabréf. Hún flaug þó ekki eins mjúklega yfir íslensku landamærin eins og ég. Það má eiginlega segja að hún hafi brotlent á kvenkyns landamæraverði í vegabréfseftirlitinu. “Dagar þínir eru taldir!” Konan leit á amerískt vegabréf dóttur minnar og spurði hvort hún væri með íslenskt vegabréf. Dóttir mín segist eingöngu vera með ameríska vegabréfið sitt enda var það eina vegabréfið sem hún notaði við bókun ferðarinnar, báðar leiðir. Þá lætur konan fjögur orð flakka sem gleymast seint: „Dagar þínir eru taldir!“, og bætir við: ”Það verður fylgst með þér í Bandaríkjunum!“ Það er óhætt að segja að dóttur minni hafi brugðið við þetta, enda ekki á hverjum degi sem að þjónustuaðili fyrirtækis segi manni að maður sé dauðans matur! Ekki afbrotaferð Ég og dóttir mín vorum þó sammála um að það væri svo sem alveg í lagi þótt fylgst væri með okkur úti. Þetta var engin afbrotaferð sem við vorum að fara í. Ef að þessar skuggaverur sem landamæravörðurinn var að tala um vildi fylgjast með okkur heilsa upp á vini, fara á veitingahús og tónleika, þá var það allt í lagi okkar vegna. En þessi fjögur orð: „Dagar þínir eru taldir“, héldu þó áfram að bergmála í huga dóttur minnar. Það er óhætt að segja að það að fá eins konar dauðahótun frá íslenskum landamæraverði er ekki það fyrsta sem að íslenskur ríkisborgari á von á að fá í veganesti frá samborgurum sínum á heimavelli. Ljúf upplifun Þegar við loks komum til Bandaríkjanna kvað við allt annan tón hjá landamæravörðunum þar. Við fengum að fara í sömu röð í gegnum vegabréfaeftirlitið þar sem við erum feðgin að ferðast saman. Við rúlluðum í gegn á mettíma - eins og við værum á rúlluskautum. Það var enginn sem setti spurningu við það að íslensk dóttir mín notaði öðruvísi vegabréf en faðir hennar. Það eina sem skipti máli fyrir þá var að hún framvísaði því vegabréfi sem hún skráði sem ferðaskilríki þegar hún pantaði ferðina. Upplifunin við amerísku landamærin var einstaklega ljúf og vandkvæðalaus. Heimkoman Vikan var skemmtileg og sáum við enga skuggalega menn í svörtum bílum með sjónauka eða myndavélar á meðan á dvöl okkar stóð. En við vorum þó ekki alveg óhult enn. Íslenskir landamæraverðir voru með annað „tromp í erminni“.... Þegar við vorum lent hér heima lá leið okkar í gegnum íslenska vegabréfaeftirlitið á ný. Við máttum ekki fara í gegn á sama stað í þetta skiptið heldur. Ég flaug aftur í gegn með íslenska vegabréfið mitt. Það var hins vegar önnur landamæraverja sem tók á móti dóttur minni og ákvað að gera henni lífið leitt. Ég þurfti að bíða þó nokkra stund eftir henni á meðan sú einkennisklædda var að „bjóða hana velkomna heim“. Önnur hótun Enn var dóttir mín beðin um að sýna íslenska vegabréfið sitt. Dóttir mín gaf sömu svör og áður, enda var eins og áður sagði þessi stutta fram-og-til-baka vikuferð öll skráð og skjalfest með ameríska vegabréfi hennar. Þá sagði konan að ef dóttir mín hefði ekki samband við sýslumann sem skjótast gæti henni verið vísað úr landi innan nokkurra vikna! Dóttir mín kom vægast sagt skelkuð til mín eftir þessar móttökur íslensku landamæraverjunnar, dauðhrædd um að nú yrði henni bráðum hent úr landi. Margir draugar í fáum hornum Þessi ófagmannlega landamæravarsla er með öllu óásættanleg! Það virðist vera að íslensk yfirvöld séu farin að sjá fleiri drauga í okkar fáu hornum hérlendis en hin oft griðalausu bandarísku yfirvöld! Dóttir mín var með önnur hefðbundin og löggild íslensk skilríki til að sanna að hún er ekki föðurlandssvikari, glæpamaður eða ólöglegur innflytjandi. Þegar maður kaupir ferð og fer í öllu eftir kröfum þeim sem eru gerðar til manns í skráningar- og upplýsingaferlinu á netinu á maður ekki að vera niðurlægður í eigin landi og krafin um skilríki sem koma ferðinni ekkert við! Glufa í kerfinu Það er einhver brotalöm í ferli landamæravörslunnar sem greinilega gerir ekki ráð fyrir að íslenskir ríkisborgarar með búseturétt á Íslandi geti verið með tvöfaldan ríkisborgararétt án þess að lenda í útistöðum landamæraverði. Það er einhver glufa í kerfinu hérna. Ég hvet þá sem hafa yfirumsjón með landamæravörslu hérlendis að skoða þessi mál af fagmennsku og koma í veg fyrir að íslenskir ríkisborgarar finni sig óvelkomna og óörugga í eigin heimalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hvað er eiginlega að?! Hvernig má það vera að íslenskur háskólamenntaður ríkisborgari sem er búsettur á Íslandi, í fullri vinnu sem hugbúnaðarverkfræðingur og hefur búið í íslensku samfélagi í 18 ár ásamt íslenskri fjölskyldu sinni fái hótanir á heimavelli; annars vegar hálfgerða dauðahótun á leið úr landi og hins vegar hótun um brottvísun úr landi við heimkomu frá Bandaríkjunum?!Ferðin út Ég fór í vikuferð til Bandaríkjanna um daginn með 22 ára gamalli dóttur minni. Hún er fædd í Bandaríkjunum en er bæði með íslenskt og amerískt vegabréf og hefur verið búsett hér frá árinu 2000. Þegar við bókuðum ferðina okkar notaði hún bandaríska vegabréfið sitt við bókun hennar. Af gefinni reynslu vil ég meina að það sé öruggara fyrir amerískan ríkisborgara á leið til Bandaríkjanna að nota ameríska vegabréfið sitt – svona til að forðast óþarfa yfirheyrslur frá amerískum landamæravörðum. Þeir eru miserfiðir og við gátum alveg ímyndað okkur að þeir myndu gera athugasemd við það ef dóttir mín notaði íslenska vegabréfið sitt þegar hún á amerískt vegabréf. Þá gæti grunað að hún væri eitthvað að reyna fara á bak við þá. Þeir sem hafa lent í úrillum amerískum landamæravörðum vita nákvæmlega hvað ég á við. Gæti sjálfur sagt ykkur sögur ljótar, en geri það ekki í þessum pistli. Brotlending á heimavelli Þegar við förum gegnum vegabréfaeftirlitið hér heima á leiðinni út gerðist svolítið óvænt. Ég fór reyndar vandræðalaust í gegn á mínu íslenska vegabréfi enda alíslenskur í alla staði. Dóttir mín þurfti að fara í aðra röð en ég, vegna þess að hún var með amerískt vegabréf. Hún flaug þó ekki eins mjúklega yfir íslensku landamærin eins og ég. Það má eiginlega segja að hún hafi brotlent á kvenkyns landamæraverði í vegabréfseftirlitinu. “Dagar þínir eru taldir!” Konan leit á amerískt vegabréf dóttur minnar og spurði hvort hún væri með íslenskt vegabréf. Dóttir mín segist eingöngu vera með ameríska vegabréfið sitt enda var það eina vegabréfið sem hún notaði við bókun ferðarinnar, báðar leiðir. Þá lætur konan fjögur orð flakka sem gleymast seint: „Dagar þínir eru taldir!“, og bætir við: ”Það verður fylgst með þér í Bandaríkjunum!“ Það er óhætt að segja að dóttur minni hafi brugðið við þetta, enda ekki á hverjum degi sem að þjónustuaðili fyrirtækis segi manni að maður sé dauðans matur! Ekki afbrotaferð Ég og dóttir mín vorum þó sammála um að það væri svo sem alveg í lagi þótt fylgst væri með okkur úti. Þetta var engin afbrotaferð sem við vorum að fara í. Ef að þessar skuggaverur sem landamæravörðurinn var að tala um vildi fylgjast með okkur heilsa upp á vini, fara á veitingahús og tónleika, þá var það allt í lagi okkar vegna. En þessi fjögur orð: „Dagar þínir eru taldir“, héldu þó áfram að bergmála í huga dóttur minnar. Það er óhætt að segja að það að fá eins konar dauðahótun frá íslenskum landamæraverði er ekki það fyrsta sem að íslenskur ríkisborgari á von á að fá í veganesti frá samborgurum sínum á heimavelli. Ljúf upplifun Þegar við loks komum til Bandaríkjanna kvað við allt annan tón hjá landamæravörðunum þar. Við fengum að fara í sömu röð í gegnum vegabréfaeftirlitið þar sem við erum feðgin að ferðast saman. Við rúlluðum í gegn á mettíma - eins og við værum á rúlluskautum. Það var enginn sem setti spurningu við það að íslensk dóttir mín notaði öðruvísi vegabréf en faðir hennar. Það eina sem skipti máli fyrir þá var að hún framvísaði því vegabréfi sem hún skráði sem ferðaskilríki þegar hún pantaði ferðina. Upplifunin við amerísku landamærin var einstaklega ljúf og vandkvæðalaus. Heimkoman Vikan var skemmtileg og sáum við enga skuggalega menn í svörtum bílum með sjónauka eða myndavélar á meðan á dvöl okkar stóð. En við vorum þó ekki alveg óhult enn. Íslenskir landamæraverðir voru með annað „tromp í erminni“.... Þegar við vorum lent hér heima lá leið okkar í gegnum íslenska vegabréfaeftirlitið á ný. Við máttum ekki fara í gegn á sama stað í þetta skiptið heldur. Ég flaug aftur í gegn með íslenska vegabréfið mitt. Það var hins vegar önnur landamæraverja sem tók á móti dóttur minni og ákvað að gera henni lífið leitt. Ég þurfti að bíða þó nokkra stund eftir henni á meðan sú einkennisklædda var að „bjóða hana velkomna heim“. Önnur hótun Enn var dóttir mín beðin um að sýna íslenska vegabréfið sitt. Dóttir mín gaf sömu svör og áður, enda var eins og áður sagði þessi stutta fram-og-til-baka vikuferð öll skráð og skjalfest með ameríska vegabréfi hennar. Þá sagði konan að ef dóttir mín hefði ekki samband við sýslumann sem skjótast gæti henni verið vísað úr landi innan nokkurra vikna! Dóttir mín kom vægast sagt skelkuð til mín eftir þessar móttökur íslensku landamæraverjunnar, dauðhrædd um að nú yrði henni bráðum hent úr landi. Margir draugar í fáum hornum Þessi ófagmannlega landamæravarsla er með öllu óásættanleg! Það virðist vera að íslensk yfirvöld séu farin að sjá fleiri drauga í okkar fáu hornum hérlendis en hin oft griðalausu bandarísku yfirvöld! Dóttir mín var með önnur hefðbundin og löggild íslensk skilríki til að sanna að hún er ekki föðurlandssvikari, glæpamaður eða ólöglegur innflytjandi. Þegar maður kaupir ferð og fer í öllu eftir kröfum þeim sem eru gerðar til manns í skráningar- og upplýsingaferlinu á netinu á maður ekki að vera niðurlægður í eigin landi og krafin um skilríki sem koma ferðinni ekkert við! Glufa í kerfinu Það er einhver brotalöm í ferli landamæravörslunnar sem greinilega gerir ekki ráð fyrir að íslenskir ríkisborgarar með búseturétt á Íslandi geti verið með tvöfaldan ríkisborgararétt án þess að lenda í útistöðum landamæraverði. Það er einhver glufa í kerfinu hérna. Ég hvet þá sem hafa yfirumsjón með landamæravörslu hérlendis að skoða þessi mál af fagmennsku og koma í veg fyrir að íslenskir ríkisborgarar finni sig óvelkomna og óörugga í eigin heimalandi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar