Ljósi varpað á stóra súpumálið Rannveig Ernudóttir skrifar 28. ágúst 2018 08:45 Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun