Hvað skal gera við þá dauðu? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Tengdar fréttir Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Að hrófla við hinum dauðu er ekki á allra færi. Jóhann beri fékk að kenna á því þegar hann ætlaði að fá uppvakning til að hrekja ástkonu sína út en vakti móður sína sáluga í misgripum. Var hún óhress með kvennamál Jóa síns svo hún draugaðist í honum og hrakti landshorna á milli. Ekki á ég von á því að spænska ríkisstjórnin þekki þessa sögu úr Heimsljósi Laxness en hún stendur einmitt í stórræðum við harðstjóra að handan. Í Dal hinna föllnu, Valle de los caídos, er stærsta fjöldagröf Spánar. Þar hvíla rúmlega þrjátíu þúsund hermenn frá báðum sveitum sem börðust í spænsku borgarastyrjöldinni. Yfir öllu gnæfir svo 150 metra hár kross en í miðjum dalnum, í kapellu einni, hvílir síðan Franco í gröf sem Napóleón væri fullsæmdur af. Hann var einræðisherra og gantaðist eitt sinn með það að hann skrifaði undir þúsund aftökuplögg meðan hann fékk sér morgunkaffi. Ríkisstjórnin telur lítinn sóma að minnisvarða þessum í lýðræðisríki og enn síður við hæfi að harðstjórinn hvíli innan um fórnarlömb sín sem sumir segja, eins og Baltasar Garzón lögmaður, að hvíli þar í óþökk aðstandenda. Nú á því að grafa karlinn upp og færa hann úr dalnum. Mig langar ekki að tala um uppvakningana sem ekki koma að handan að þessu sinni heldur úr röðum stjórnmálamanna á hægri vængnum sem allt í einu er svo annt um foringjann. Mér verður hins vegar hugsað til jarðneskra leifa skáldsins Federico García Lorca sem liggja einhvers staðar í auðninni. Andi hans situr hins vegar í hásæti spænska hjartans. Hvíldarstaðurinn, hversu mikilfenglegur eða tilkomulítill sem hann er, getur nefnilega engu breytt um það hver þú varst og til hvers þú komst.
Spænska ríkisstjórnin heimilar flutning á líki Franco Spænska ríkisstjórnin sem leidd er af sósíalistanum Pedro Sanchez hefur úrskurðað að heimilt sé að grafa upp lík fyrrverandi einræðisherrans Francisco Franco. 25. ágúst 2018 15:22
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun