Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun