Íslensk klisja í afmælisgjöf Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun