Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2018 08:00 Þurfa strákarnir okkar að spila í Danmörku á næstu árum? vísir/eyþór Evrópska handknattleikssambandið (EHF) hefur fellt úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Færeyjar mæta Danmörku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 karla í lok október og fer leikurinn fram á heimavelli danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Höllin á Hálsi uppfyllir ekki lágmarkskröfur EHF um fjölda áhorfenda. Í höllinni komast 1.800 manns fyrir í sæti en EHF gerir kröfur um 2.000 sæti. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu í mörg ár, bæði frá EHF og FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Höllin var vígð 1965 og er meðal þeirra elstu í Evrópu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að EHF felli undanþágu Íslands úr gildi í undankeppni EM 2020 en það muni gerast á endanum, fái Íslendingar ekki nýja keppnishöll. Kröfurnar frá EHF séu alltaf að aukast og sambandið sé byrjað að grípa til aðgerða, eins og í tilfelli Færeyinga. „Eftir að hafa rætt við EHF tel ég að við fáum undanþágu til að spila heimaleikina í næstu undankeppni í Laugardalshöll. Við erum nánast öruggir með það. Hins vegar er ljóst að við erum á undanþágu og eðli þeirra er að einhvern tímann verða þær felldar úr gildi,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið.„EHF mun jafnvel auka kröfurnar og því verður alltaf erfiðara fyrir okkur að uppfylla þær. Við getum ekki breytt Laugardalshöllinni. Þetta er rúmlega 50 ára gamalt hús og barn síns tíma. Undanþágan sem við erum á snýr aðallega að grunngólffletinum og þrengslunum í kringum völlinn. Það er stutt út í veggina, engin vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla og sjónvarp og á endanum, með auknum kröfum, tel ég hættu á að undanþágan detti út.“ Þrátt fyrir ástandið liggur ekkert fyrir hvenær, eða hvort, ný keppnishöll, sem uppfyllir alla staðla EHF og FIBA, verður reist. Þau mál þokast áfram á hraða snigilsins. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert. Ný keppnishöll myndi líka leysa vandamál landsliðanna þegar kemur að æfingatímum. Í dag eru þau komin upp á náð og miskunn aðildarfélaganna hvort þau séu tilbúin að hýsa landsliðsæfingar. „Ákjósanlegast væri ef nýja höllin yrði líka æfingahöll. Oft á tíðum erum við að æfa hingað og þangað um bæinn. Það er ekki kjörstaða fyrir lið sem eru að berjast um að ná árangri á stórmótum,“ sagði Róbert að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Evrópska handknattleikssambandið (EHF) hefur fellt úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Færeyjar mæta Danmörku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 karla í lok október og fer leikurinn fram á heimavelli danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Höllin á Hálsi uppfyllir ekki lágmarkskröfur EHF um fjölda áhorfenda. Í höllinni komast 1.800 manns fyrir í sæti en EHF gerir kröfur um 2.000 sæti. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu í mörg ár, bæði frá EHF og FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Höllin var vígð 1965 og er meðal þeirra elstu í Evrópu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að EHF felli undanþágu Íslands úr gildi í undankeppni EM 2020 en það muni gerast á endanum, fái Íslendingar ekki nýja keppnishöll. Kröfurnar frá EHF séu alltaf að aukast og sambandið sé byrjað að grípa til aðgerða, eins og í tilfelli Færeyinga. „Eftir að hafa rætt við EHF tel ég að við fáum undanþágu til að spila heimaleikina í næstu undankeppni í Laugardalshöll. Við erum nánast öruggir með það. Hins vegar er ljóst að við erum á undanþágu og eðli þeirra er að einhvern tímann verða þær felldar úr gildi,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið.„EHF mun jafnvel auka kröfurnar og því verður alltaf erfiðara fyrir okkur að uppfylla þær. Við getum ekki breytt Laugardalshöllinni. Þetta er rúmlega 50 ára gamalt hús og barn síns tíma. Undanþágan sem við erum á snýr aðallega að grunngólffletinum og þrengslunum í kringum völlinn. Það er stutt út í veggina, engin vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla og sjónvarp og á endanum, með auknum kröfum, tel ég hættu á að undanþágan detti út.“ Þrátt fyrir ástandið liggur ekkert fyrir hvenær, eða hvort, ný keppnishöll, sem uppfyllir alla staðla EHF og FIBA, verður reist. Þau mál þokast áfram á hraða snigilsins. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert. Ný keppnishöll myndi líka leysa vandamál landsliðanna þegar kemur að æfingatímum. Í dag eru þau komin upp á náð og miskunn aðildarfélaganna hvort þau séu tilbúin að hýsa landsliðsæfingar. „Ákjósanlegast væri ef nýja höllin yrði líka æfingahöll. Oft á tíðum erum við að æfa hingað og þangað um bæinn. Það er ekki kjörstaða fyrir lið sem eru að berjast um að ná árangri á stórmótum,“ sagði Róbert að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða