Vegna mikilla þurrka í Mið-Evrópu eru steinar sem kallast „hungursteinar“ í ánni Elbu í Tékklandi komnir á þurrt. Lítið vatn er í ánni og voru steinarnir notaðir á öldum áður til að vara fólk við því að von væri á uppskerubrestum.
Minnst tólf slíkir steinar eru komnir á þurrt nærri bænum Decin, við landamæri Tékklands og Þýskalands, og er elsta merkingin á einum þeirra frá árinu 1616, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á þeim steini má sjá textann: „Þegar þú sérð mig, gráttu“.
Elsta merkingin á einum steininum er frá árinu 1616.Vísir/AP