Ari fékk falleg skilaboð frá Stefáni Karli eftir söngvakeppnina: „Það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:11 Stefán Karl ákvað að senda Ara Ólafssyni, söngvara, hvatningarorð þegar hann hafði sigrað undankeppni Eurovision. Eyþór Árnason Ari Ólafsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk falleg skilaboð frá leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem féll frá í gær eftir erfiða baráttu við gallgangakrabbamein. Fjölmargir hafa minnst Stefáns og vottað fjölskyldu hans samúð sína. Ari minnist Stefáns í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og birtir skilaboð sem Stefán sendi honum daginn eftir að hann steig á svið frammi fyrir alþjóð. Í skilaboðunum hvetur Stefán Ara til dáða og þá segist hann vera mikill aðdáandi hans. „Tilfinningar þínar liggja utan á þér og það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði, allt eru þetta grunn element í góðum listamanni sem smám saman lærir svo að ná tökum á og stjórna til þess að geta leikið sér að áhorfendum með því að beita hæfilega mikið af þessu og dass af þessu o.s.frv,“ segir Stefán og bætir við: „Þú átt eflaust eftir að heyra neikvæðar raddir hærra en þær jákvæðu því þær særa mann svo oft og meiða, í alvöru, en mundu það að það getur enginn tekið hæfileika manns frá manni og það getur enginn gert það sem þú getur gert og þar liggja þínir yfirburðir ásamt því að vera manneskja sem augljóslega er tilfinningavera.“ Stefán hvetur Ara til að vera áfram hann sjálfur því hann sé einstakur og flottur listamaður. „Til hamingju með áfangann og inngönguna í skólann þinn og megir þú alltaf ganga á rauðum dregli velgengni í þínu lífi,“ segir Stefán.Hér að neðan er hægt að lesa skilaboðin í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Ari Ólafsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk falleg skilaboð frá leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem féll frá í gær eftir erfiða baráttu við gallgangakrabbamein. Fjölmargir hafa minnst Stefáns og vottað fjölskyldu hans samúð sína. Ari minnist Stefáns í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og birtir skilaboð sem Stefán sendi honum daginn eftir að hann steig á svið frammi fyrir alþjóð. Í skilaboðunum hvetur Stefán Ara til dáða og þá segist hann vera mikill aðdáandi hans. „Tilfinningar þínar liggja utan á þér og það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði, allt eru þetta grunn element í góðum listamanni sem smám saman lærir svo að ná tökum á og stjórna til þess að geta leikið sér að áhorfendum með því að beita hæfilega mikið af þessu og dass af þessu o.s.frv,“ segir Stefán og bætir við: „Þú átt eflaust eftir að heyra neikvæðar raddir hærra en þær jákvæðu því þær særa mann svo oft og meiða, í alvöru, en mundu það að það getur enginn tekið hæfileika manns frá manni og það getur enginn gert það sem þú getur gert og þar liggja þínir yfirburðir ásamt því að vera manneskja sem augljóslega er tilfinningavera.“ Stefán hvetur Ara til að vera áfram hann sjálfur því hann sé einstakur og flottur listamaður. „Til hamingju með áfangann og inngönguna í skólann þinn og megir þú alltaf ganga á rauðum dregli velgengni í þínu lífi,“ segir Stefán.Hér að neðan er hægt að lesa skilaboðin í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00
Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15