Fjórði hlýjasti júlímánuðurinn frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 13:08 Evrópubúar hafa mátt þola mikinn hita í sumar. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í júlí var sá fjórði hæsti sem mælst hefur frá seinni hluta 19. aldar. Samkvæmt mælingum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) hefur hitinn í júlí verið yfir meðaltali í 42 ár í röð. Fyrstu sjö mánuðir ársins voru jafnframt þeir fjórðu hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr 1880, að því er segir í frétt á vef NOAA. Níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum hafa allir verið eftir árið 2005. Sá hlýjasti var árið 2016 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið lagðist ofan á hnattræna hlýnun af völdum manna. Alls hafa nú 403 mánuðir í röð verið yfir meðaltalshita 20. aldar. Sums staðar var hitinn í júlí enn meiri en meðaltalið. Þannig voru hitamet slegin í Skandinavíu, Norður-Íshafinu, norðvesturhluta Afríku og í hluta sunnanverðrar Asíu. Í Evrópu var júlímánuður sá annar hlýjasti frá því að mælingar fyrir alla álfuna hófust árið 1910. Á sama tíma var útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu 13,2% minni en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðsla hans á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Við Suðurskautslandið var útbreiðsla hafíssins aðeins undir meðaltali og sú áttunda minnsta í júlí frá upphafi mælinga.Kort af jörðinni sem sýnir frávik frá meðalhita fyrstu sjö mánuði ársins.NOAA Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Meðalhiti jarðar í júlí var sá fjórði hæsti sem mælst hefur frá seinni hluta 19. aldar. Samkvæmt mælingum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) hefur hitinn í júlí verið yfir meðaltali í 42 ár í röð. Fyrstu sjö mánuðir ársins voru jafnframt þeir fjórðu hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr 1880, að því er segir í frétt á vef NOAA. Níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum hafa allir verið eftir árið 2005. Sá hlýjasti var árið 2016 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið lagðist ofan á hnattræna hlýnun af völdum manna. Alls hafa nú 403 mánuðir í röð verið yfir meðaltalshita 20. aldar. Sums staðar var hitinn í júlí enn meiri en meðaltalið. Þannig voru hitamet slegin í Skandinavíu, Norður-Íshafinu, norðvesturhluta Afríku og í hluta sunnanverðrar Asíu. Í Evrópu var júlímánuður sá annar hlýjasti frá því að mælingar fyrir alla álfuna hófust árið 1910. Á sama tíma var útbreiðsla hafíssins á norðurskautinu 13,2% minni en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðsla hans á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1979. Við Suðurskautslandið var útbreiðsla hafíssins aðeins undir meðaltali og sú áttunda minnsta í júlí frá upphafi mælinga.Kort af jörðinni sem sýnir frávik frá meðalhita fyrstu sjö mánuði ársins.NOAA
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37
Hitamet fyrir Evrópu gæti fallið í hitabylgjunni á Íberíuskaga Metið er rúmlega fjörutíu ára gamalt, 48°C í Aþenu, höfuðborg Grikklands. 2. ágúst 2018 22:42