Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum.
Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur.
Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.
Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone
Fyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.
The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu.
Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi.
Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple

Tengdar fréttir

Apple orðið billjón dala virði
Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað.

Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone
Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita.

Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple
Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við.