Svíþjóð: Hvað gerist næst? Þorvaldur Gylfason skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Stokkhólmur – Svíar ganga til þingkosninga eftir tíu daga. Sænsk stjórnmál hafa verið í föstum skorðum í meira en hundrað ár og skilað góðum árangri þegar alls er gætt. Lengi vel áttu fimm flokkar fulltrúa á þingi og skiptust í tvær andstæðar fylkingar. Þrjú ár af hverjum fjórum eða þar um bil sátu jafnaðarmenn í ríkisstjórn þessi hundrað ár, oftast einir en stundum á fyrri tíð í samsteypustjórnum – með frjálslyndum 1917-1920, með Bændaflokknum 1936-1939, í þjóðstjórn allra flokka nema kommúnista stríðsárin 1939-1945 og síðan aftur með Bændaflokknum 1951-1957.Andstæðar fylkingar Eftir 1957 stirðnaði sambandið milli fylkinganna tveggja og hefur aldrei síðan verið innangengt á milli þeirra. Annars vegar stóðu jafnaðarmenn og kommúnistar, síðar vinstri menn. Þegar þeir náðu meiri hluta þingsæta sem var reglan mynduðu jafnaðarmenn, langstærsti flokkurinn, minnihlutastjórn með þögulu samþykki kommanna sem virtu í reynd þá skoðun allra annarra þingflokka að kommarnir mættu ekki eiga beina aðild að stjórn landsins svo þeir veittu krötunum hlutleysi. Kratarnir stjórnuðu landinu einir nær óslitið frá 1957 til 1976. Þeir hafa aldrei skipt um nafn (Sveriges socialdemokratiska arbetareparti) frá stofnun flokksins 1889, en kommarnir voru alltaf að skipta. Þeir hétu Kommúnistaflokkur Svíþjóðar frá 1921 til 1967 þegar þeir tóku upp nafnið Vänsterpartiet Kommunisterna (VPK) sem þeir styttu síðan í Vänsterpartiet 1990 og heita svo enn. Hina fylkinguna mynduðu þrír borgaraflokkar. Hægri flokkurinn skipti um nafn 1969 og kallaði sig þá Moderata samlingspartiet (Einingarflokkur hófsamra). Bændaflokkurinn (s. Bondeförbundet) skipti um nafn 1957 og hefur síðan þá heitið Centerpartiet (Miðflokkurinn). Frjálslyndir (s. Liberalerna) hafa heitið svo frá 2015, hétu áður Folkpartiet Liberalerna frá 1990 og þar áður Folkpartiet (Þjóðarflokkurinn) frá stofnun flokksins 1934.Nýir flokkar Nokkrir nýir flokkar hafa bætzt í flóruna og eiga þrír þeirra nú fulltrúa á þingi. Umhverfisflokkurinn, flokkur græningja (s. Miljöpartiet de gröna), fékk menn kjörna á þing 1988 og síðan aftur 1994 og æ síðan og skipar sér í lið með jafnaðarmönnum. Kristilegir demókratar (s. Kristdemokraterna) buðu fyrst fram til þings 1964 en eignuðust ekki fulltrúa á þingi fyrr en 1991 og æ síðan. Þeir eru samherjar gömlu borgaraflokkanna og virðast nú eiga á hættu að detta út af þingi. Utan beggja fylkinga standa Svíþjóðardemókratar (s. Sverigedemokraterna, SD) sem buðu fyrst fram til þings 1988 og fengu menn kjörna 2010 með 6% atkvæða og aftur 2014 með 13% atkvæða og urðu þá þriðji stærsti stærsti flokkurinn á þingi. Þeir eiga rætur sínar í hreyfingu sænskra nýnasista 1980-1990. Meðal flokksmanna þá voru gamlir Svíar sem höfðu barizt með nasistum í heimsstyrjöldinni, rasistar og dæmdir ofbeldismenn. Þessa fortíð setja margir Svíar fyrir sig og einnig andúð SD á fjölgun innflytjenda og meintu viljaleysi eða getuleysi gömlu flokkanna til að hemja fjölgunina. Mörgum Svíum brá þegar 163.000 flóttamenn sóttu um hæli í landinu 2015, en straumurinn minnkaði eftir það. Fjöldi hælisleitenda 2016 var 29.000 og 26.000 í fyrra, 2017. Stjórnvöld reikna með 23.000 í ár, 2018. Rösklega sjötti hver íbúi Svíþjóðar (18%) er fæddur utan lands. Það er að vísu ívið hærra hlutfall en í Danmörku (12%), á Íslandi (14%) og í Noregi (15%), en mun lægra en í Sviss (28%). Útlendingar, þ.e. borgarar annarra landa, eru 8% af íbúafjölda Svíþjóðar og Danmerkur borið saman við 9% á Íslandi, 11% í Noregi og 25% í Sviss. Flestir Svíar fagna innflytjendum, minnugir þess hversu vel sænskum innflytjendum var tekið í Ameríku á sinni tíð þegar fjórði hver Svíi, ein milljón af fjórum, flutti vestur um haf.Innflytjendur og mannréttindi Hvernig gat það gerzt að hálfgildingsnasistaflokki tækist að vinna svo mikla hylli sænskra kjósenda? Svíþjóð hefur ekki farið varhluta af þeirri andúð sem gamlir stjórnmálaflokkar vekja meðal kjósenda, nú síðast á Ítalíu þar sem allir „gömlu“ flokkarnir – flokkar sem urðu til eftir 1992! – sitja nú utan stjórnar. Við bætist andúð sumra kjósenda á fjölgun innflytjenda. Allir flokkar setja heilbrigðismál á oddinn þar eð biðlistar spítalanna eru allt of langir. Ýmsir gera umhverfismálum einnig hátt undir höfði eftir hitasvækju og skógarelda sumarsins. Þessar áherzlur kunna að draga úr vægi andúðar SD á fjölgun innflytjenda í kosningabaráttunni. Allir þingflokkar nema Moderaterna (M) þvertaka fyrir samstarf við SD. Líkur á að M og SD geti myndað nýja ríkisstjórn eftir kosningar með stuðningi eða hlutleysi annarra flokka virðast litlar. Flest bendir því til áframhaldandi minnihlutastjórnar sem semur við hluta stjórnarandstöðunnar um einstök mál, annaðhvort undir forustu jafnaðarmanna eins og nú eða bandalags borgaraflokkanna. Meirihlutastjórn flokka úr andstæðum fylkingum í fyrsta sinn í meira en 60 ár virðist ólíkleg að svo stöddu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Þorvaldur Gylfason Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Svíar ganga til þingkosninga eftir tíu daga. Sænsk stjórnmál hafa verið í föstum skorðum í meira en hundrað ár og skilað góðum árangri þegar alls er gætt. Lengi vel áttu fimm flokkar fulltrúa á þingi og skiptust í tvær andstæðar fylkingar. Þrjú ár af hverjum fjórum eða þar um bil sátu jafnaðarmenn í ríkisstjórn þessi hundrað ár, oftast einir en stundum á fyrri tíð í samsteypustjórnum – með frjálslyndum 1917-1920, með Bændaflokknum 1936-1939, í þjóðstjórn allra flokka nema kommúnista stríðsárin 1939-1945 og síðan aftur með Bændaflokknum 1951-1957.Andstæðar fylkingar Eftir 1957 stirðnaði sambandið milli fylkinganna tveggja og hefur aldrei síðan verið innangengt á milli þeirra. Annars vegar stóðu jafnaðarmenn og kommúnistar, síðar vinstri menn. Þegar þeir náðu meiri hluta þingsæta sem var reglan mynduðu jafnaðarmenn, langstærsti flokkurinn, minnihlutastjórn með þögulu samþykki kommanna sem virtu í reynd þá skoðun allra annarra þingflokka að kommarnir mættu ekki eiga beina aðild að stjórn landsins svo þeir veittu krötunum hlutleysi. Kratarnir stjórnuðu landinu einir nær óslitið frá 1957 til 1976. Þeir hafa aldrei skipt um nafn (Sveriges socialdemokratiska arbetareparti) frá stofnun flokksins 1889, en kommarnir voru alltaf að skipta. Þeir hétu Kommúnistaflokkur Svíþjóðar frá 1921 til 1967 þegar þeir tóku upp nafnið Vänsterpartiet Kommunisterna (VPK) sem þeir styttu síðan í Vänsterpartiet 1990 og heita svo enn. Hina fylkinguna mynduðu þrír borgaraflokkar. Hægri flokkurinn skipti um nafn 1969 og kallaði sig þá Moderata samlingspartiet (Einingarflokkur hófsamra). Bændaflokkurinn (s. Bondeförbundet) skipti um nafn 1957 og hefur síðan þá heitið Centerpartiet (Miðflokkurinn). Frjálslyndir (s. Liberalerna) hafa heitið svo frá 2015, hétu áður Folkpartiet Liberalerna frá 1990 og þar áður Folkpartiet (Þjóðarflokkurinn) frá stofnun flokksins 1934.Nýir flokkar Nokkrir nýir flokkar hafa bætzt í flóruna og eiga þrír þeirra nú fulltrúa á þingi. Umhverfisflokkurinn, flokkur græningja (s. Miljöpartiet de gröna), fékk menn kjörna á þing 1988 og síðan aftur 1994 og æ síðan og skipar sér í lið með jafnaðarmönnum. Kristilegir demókratar (s. Kristdemokraterna) buðu fyrst fram til þings 1964 en eignuðust ekki fulltrúa á þingi fyrr en 1991 og æ síðan. Þeir eru samherjar gömlu borgaraflokkanna og virðast nú eiga á hættu að detta út af þingi. Utan beggja fylkinga standa Svíþjóðardemókratar (s. Sverigedemokraterna, SD) sem buðu fyrst fram til þings 1988 og fengu menn kjörna 2010 með 6% atkvæða og aftur 2014 með 13% atkvæða og urðu þá þriðji stærsti stærsti flokkurinn á þingi. Þeir eiga rætur sínar í hreyfingu sænskra nýnasista 1980-1990. Meðal flokksmanna þá voru gamlir Svíar sem höfðu barizt með nasistum í heimsstyrjöldinni, rasistar og dæmdir ofbeldismenn. Þessa fortíð setja margir Svíar fyrir sig og einnig andúð SD á fjölgun innflytjenda og meintu viljaleysi eða getuleysi gömlu flokkanna til að hemja fjölgunina. Mörgum Svíum brá þegar 163.000 flóttamenn sóttu um hæli í landinu 2015, en straumurinn minnkaði eftir það. Fjöldi hælisleitenda 2016 var 29.000 og 26.000 í fyrra, 2017. Stjórnvöld reikna með 23.000 í ár, 2018. Rösklega sjötti hver íbúi Svíþjóðar (18%) er fæddur utan lands. Það er að vísu ívið hærra hlutfall en í Danmörku (12%), á Íslandi (14%) og í Noregi (15%), en mun lægra en í Sviss (28%). Útlendingar, þ.e. borgarar annarra landa, eru 8% af íbúafjölda Svíþjóðar og Danmerkur borið saman við 9% á Íslandi, 11% í Noregi og 25% í Sviss. Flestir Svíar fagna innflytjendum, minnugir þess hversu vel sænskum innflytjendum var tekið í Ameríku á sinni tíð þegar fjórði hver Svíi, ein milljón af fjórum, flutti vestur um haf.Innflytjendur og mannréttindi Hvernig gat það gerzt að hálfgildingsnasistaflokki tækist að vinna svo mikla hylli sænskra kjósenda? Svíþjóð hefur ekki farið varhluta af þeirri andúð sem gamlir stjórnmálaflokkar vekja meðal kjósenda, nú síðast á Ítalíu þar sem allir „gömlu“ flokkarnir – flokkar sem urðu til eftir 1992! – sitja nú utan stjórnar. Við bætist andúð sumra kjósenda á fjölgun innflytjenda. Allir flokkar setja heilbrigðismál á oddinn þar eð biðlistar spítalanna eru allt of langir. Ýmsir gera umhverfismálum einnig hátt undir höfði eftir hitasvækju og skógarelda sumarsins. Þessar áherzlur kunna að draga úr vægi andúðar SD á fjölgun innflytjenda í kosningabaráttunni. Allir þingflokkar nema Moderaterna (M) þvertaka fyrir samstarf við SD. Líkur á að M og SD geti myndað nýja ríkisstjórn eftir kosningar með stuðningi eða hlutleysi annarra flokka virðast litlar. Flest bendir því til áframhaldandi minnihlutastjórnar sem semur við hluta stjórnarandstöðunnar um einstök mál, annaðhvort undir forustu jafnaðarmanna eins og nú eða bandalags borgaraflokkanna. Meirihlutastjórn flokka úr andstæðum fylkingum í fyrsta sinn í meira en 60 ár virðist ólíkleg að svo stöddu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun